Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2018 10:22 Manafort vann meðal annars fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem er bandamaður stjórnvalda í Kreml. Vísir/AFP Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafði fulla heimild til að sækja Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, til saka. Þetta er mat alríkisdómara sem hafnaði kröfu lögmanna Manafort um að vísa ákærum gegnum honum frá í gær. Rannsókn Roberts Muller, sérstaka rannsakandans, beinist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þá. Saksóknararnir hafa einnig heimild til að rannsaka önnur mál sem koma upp við rannsóknina. Lögmenn Manafort héldu því hins vegar fram að saksóknararnir hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. Brotin sem Manafort væri ákærður fyrir tengdust samráði við Rússa á engan hátt.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafnaði alríkisdómari í Washington-borg þeim rökum og sagði að dómsmálaráðuneytið hefði sérstaklega veitt leyfi til að rannsaka meint brot sem lýst er í ákærunni gegn Manafort. Því hafi saksóknararnir ekki farið út fyrir valdsvið sitt.Þáði milljónir frá Úkraínu Manafort er meðal annars ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Hann vann meðal annars fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu áður en hann tók við forstetaframboði Trump árið 2016. Í Virginíuríki er Manafort ákærður fyrir bankasvik og að skila röngum skattskýrslum. Fyrrverandi kosningastjórinn hefur neitað sök. Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj. Fram hafa komið upplýsingar um að Manafort hafi meðal annars skipulagt leynilega áróðursherferð til þess að bæta ímynd ríkisstjórn Janúkóvitsj og koma höggi á pólitíska andstæðinga, þar á meðal Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafði fulla heimild til að sækja Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, til saka. Þetta er mat alríkisdómara sem hafnaði kröfu lögmanna Manafort um að vísa ákærum gegnum honum frá í gær. Rannsókn Roberts Muller, sérstaka rannsakandans, beinist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þá. Saksóknararnir hafa einnig heimild til að rannsaka önnur mál sem koma upp við rannsóknina. Lögmenn Manafort héldu því hins vegar fram að saksóknararnir hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. Brotin sem Manafort væri ákærður fyrir tengdust samráði við Rússa á engan hátt.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafnaði alríkisdómari í Washington-borg þeim rökum og sagði að dómsmálaráðuneytið hefði sérstaklega veitt leyfi til að rannsaka meint brot sem lýst er í ákærunni gegn Manafort. Því hafi saksóknararnir ekki farið út fyrir valdsvið sitt.Þáði milljónir frá Úkraínu Manafort er meðal annars ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Hann vann meðal annars fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu áður en hann tók við forstetaframboði Trump árið 2016. Í Virginíuríki er Manafort ákærður fyrir bankasvik og að skila röngum skattskýrslum. Fyrrverandi kosningastjórinn hefur neitað sök. Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj. Fram hafa komið upplýsingar um að Manafort hafi meðal annars skipulagt leynilega áróðursherferð til þess að bæta ímynd ríkisstjórn Janúkóvitsj og koma höggi á pólitíska andstæðinga, þar á meðal Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44
Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15