Biskup fór ekki að lögum við skipun Páls í embætti héraðsprests Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 19:25 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fór ekki að lögum við skipun Páls Ágústs Pálssonar í embætti héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis í júlí í fyrra. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup hefði átt að skipa Pál í embættið til fimm ára og féllst á kröfu hans um að biskup gæfi út erindisbréf Páli til handa með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022.Hjónin Karen Lind Ólafsdóttir og Páll Ágúst Ólafsson.Vísir/EgillForsaga málsins er sú að Páll var skipaður sóknarprestur á Staðarstað og jafnframt héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi í desember 2013. Í kjölfarið risu upp deilur milli Páls og biskups en upphaf þeirra má rekja til umfangsmikilla viðgerða sem nauðsynlegt þótti að ráðast í á prestssetrinu á Staðarstað.Sjá einnig: Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Biskup tilkynnti Páli svo í fyrrasumar að embættinu hefði borist áskorun um að leysa hann frá störfum sem sóknarprestur á Staðarstað. Í bréfi biskups var Páli boðið að færast í starf héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis þann tíma sem eftir væri af tímabundinni skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað, nánar tiltekið til 30. nóvember 2018. Biskup skipaði Pál svo til embættis héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis til fimm ára og skipunartíminn þannig miðaður við skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað. Þessu vildi Páll ekki una og vildi meina að þegar hann var skipaður héraðsprestur hefði nýr fimm ára skipunartími átt að hefjast. Þessa kröfu Páls féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á í gær, m.a. vegna þess að Páll hafði í reynd verið fluttur í nýtt embætti héraðsprests og þannig hafi skipunartíma hans í embætti sóknarprests að Staðarstað lokið. Þá var biskupi auk þess gert að greiða Páli 1,4 milljón króna í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild hér. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. 1. mars 2017 19:45 Prestur á Staðastað og biskup deila enn Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu. 26. september 2017 06:00 Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fór ekki að lögum við skipun Páls Ágústs Pálssonar í embætti héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis í júlí í fyrra. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup hefði átt að skipa Pál í embættið til fimm ára og féllst á kröfu hans um að biskup gæfi út erindisbréf Páli til handa með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022.Hjónin Karen Lind Ólafsdóttir og Páll Ágúst Ólafsson.Vísir/EgillForsaga málsins er sú að Páll var skipaður sóknarprestur á Staðarstað og jafnframt héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi í desember 2013. Í kjölfarið risu upp deilur milli Páls og biskups en upphaf þeirra má rekja til umfangsmikilla viðgerða sem nauðsynlegt þótti að ráðast í á prestssetrinu á Staðarstað.Sjá einnig: Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Biskup tilkynnti Páli svo í fyrrasumar að embættinu hefði borist áskorun um að leysa hann frá störfum sem sóknarprestur á Staðarstað. Í bréfi biskups var Páli boðið að færast í starf héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis þann tíma sem eftir væri af tímabundinni skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað, nánar tiltekið til 30. nóvember 2018. Biskup skipaði Pál svo til embættis héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis til fimm ára og skipunartíminn þannig miðaður við skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað. Þessu vildi Páll ekki una og vildi meina að þegar hann var skipaður héraðsprestur hefði nýr fimm ára skipunartími átt að hefjast. Þessa kröfu Páls féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á í gær, m.a. vegna þess að Páll hafði í reynd verið fluttur í nýtt embætti héraðsprests og þannig hafi skipunartíma hans í embætti sóknarprests að Staðarstað lokið. Þá var biskupi auk þess gert að greiða Páli 1,4 milljón króna í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild hér.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. 1. mars 2017 19:45 Prestur á Staðastað og biskup deila enn Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu. 26. september 2017 06:00 Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. 1. mars 2017 19:45
Prestur á Staðastað og biskup deila enn Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu. 26. september 2017 06:00
Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00
Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00