Erlent

Vinur árásarmannsins handtekinn í Strassborg

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Vinur árásarmannsins var í dag handtekinn í Strassborg.
Vinur árásarmannsins var í dag handtekinn í Strassborg. Vísir/epa/afp
Vinur Khamzat Azimov, sem réðst á fólk í miðborg Parísar í gærkvöld með þeim afleiðingum að einn lést og fjórir særðust, var yfirheyrður og handtekinn í Strassborg í dag.

Azimov fæddist 1997 í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu en ólst upp í Strassborg. Hann var búsettur í Frakklandi og var með ríkisborgararétt. Heimildir fréttastofu BBC herma að árásarmaðurinn hafi verið á skrá hryðjuverkadeildar lögreglunnar. Hann var grunaður um öfgafull viðhorf og talið var að hann gæti ógnað öryggi almennings.

Auk vinar Azimovs eru foreldrar árásarmannsins í haldi lögreglu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×