Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ 12. maí 2018 13:00 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Stöð 2 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Í nýrri samantekt Ferðamálastofu kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuðí fyrra. Leita þurfi aftur til ársins 2010 til þess að finna fækkun milli ára, enda hefur ferðamönnum fjölgað nánast viðstöðulaust hingað til. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna áhyggjuefni.Dvelja skemur og faraístyttri ferðir „Nú hafa laun hækkað gífurlega og auðvitað með styrkingu íslensku krónunnar erum við, rétt eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar, að finna fyrir versnandi samkeppnishæfni,“ segir Helga. Þetta megi greinilega merkja á breyttri neysluhegðun ferðamanna. „Eftir því sem krónan hefur styrkst hefur neyslumynstur ferðamannsins breyst. Hann dvelur skemur, er ekki að gera eins vel við sig, fer ekki í eins stórar, dýrar og langar ferðir og ekki eins langt út á landsbyggðina. Þannig að landsbyggðin hefur líka fundið mikið fyrir þessum breytingum.“Hægt aðsjánorðurljós og náttúrufegurðvíðar ená Íslandi Helga bendir á að Ísland sé ekki eitt í heiminum þegar kemur að náttúrundrum. „Það er voða auðvelt að fara líka í norðurljósaferðir til Noregs eða Finnlands eða annars konar ferðir. Það eiga aðrir líka fallega náttúru o.s.frv. og gríðarleg samkeppni áþessum markaði eins og öðrum,“ segir Helga. Hún segir ferðaþjónustuaðila hafa fjárfest gríðarlega í innviðum, tækjum og tólum. Hins vegar ríði nú mikiðá að stjórnvöld geri slíkt hið sama. Alltént sé ljóst að fjölgun ferðamanna muni ekki halda áfram héðan í frá, í sama mæli og hingað til. „Við erum klárlega komin aðákveðnum þolmörkum og við munum ekki horfa til vaxtar í sama mæli og áður, og það eru sannarlega teikn á lofti,“ segir Helga að lokum. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Í nýrri samantekt Ferðamálastofu kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuðí fyrra. Leita þurfi aftur til ársins 2010 til þess að finna fækkun milli ára, enda hefur ferðamönnum fjölgað nánast viðstöðulaust hingað til. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna áhyggjuefni.Dvelja skemur og faraístyttri ferðir „Nú hafa laun hækkað gífurlega og auðvitað með styrkingu íslensku krónunnar erum við, rétt eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar, að finna fyrir versnandi samkeppnishæfni,“ segir Helga. Þetta megi greinilega merkja á breyttri neysluhegðun ferðamanna. „Eftir því sem krónan hefur styrkst hefur neyslumynstur ferðamannsins breyst. Hann dvelur skemur, er ekki að gera eins vel við sig, fer ekki í eins stórar, dýrar og langar ferðir og ekki eins langt út á landsbyggðina. Þannig að landsbyggðin hefur líka fundið mikið fyrir þessum breytingum.“Hægt aðsjánorðurljós og náttúrufegurðvíðar ená Íslandi Helga bendir á að Ísland sé ekki eitt í heiminum þegar kemur að náttúrundrum. „Það er voða auðvelt að fara líka í norðurljósaferðir til Noregs eða Finnlands eða annars konar ferðir. Það eiga aðrir líka fallega náttúru o.s.frv. og gríðarleg samkeppni áþessum markaði eins og öðrum,“ segir Helga. Hún segir ferðaþjónustuaðila hafa fjárfest gríðarlega í innviðum, tækjum og tólum. Hins vegar ríði nú mikiðá að stjórnvöld geri slíkt hið sama. Alltént sé ljóst að fjölgun ferðamanna muni ekki halda áfram héðan í frá, í sama mæli og hingað til. „Við erum klárlega komin aðákveðnum þolmörkum og við munum ekki horfa til vaxtar í sama mæli og áður, og það eru sannarlega teikn á lofti,“ segir Helga að lokum.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira