Fótbolti

Alfreð tilnefndur í lið ársins

Einar Sigurvinsson skrifar
Alfreð Finnbogason hefur gert góða hluti í Þýskalandi.
Alfreð Finnbogason hefur gert góða hluti í Þýskalandi. vísir/getty
Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, hefur verið tilnefndur í lið ársins í þýsku úrvalsdeildinni.

Tveir sóknarmenn verða að lokum valdir í liðið en auk Alfreð eru tilnefndir þeir Robert Lewandowski,  Michy Batshuayi, Timo Werner, Nils Petersen og Sebastien Haller.

Alfreð hefur spilað 22 leiki fyrir Augsburg á tímabilinu og skorað 12 mörk, auk þess að gefa þrjár stoðsendingar. Hann er nú mættur aftur völlinn og hefur spilað síðustu þrjá leiki eftir að hafa verið meiddur á kálfa í þrjá mánuði.

Hægt er að taka þátt í kosningunni á liði ársins á vef þýsku úrvalsdeildarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×