Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2018 08:00 Guðlaugur Victor fagnar titlinum í leikslok í gær. NordicPhotos/AFP Guðlaugur Victor Pálsson leiddi lið sitt til sigurs í bikarkeppninni í Sviss í gær á fyrsta ári sínu í herbúðum FC Zürich. Þeir lögðu nýkrýnda meistara Young Boys að velli 2-1 þrátt fyrir að leika manni færri stærstan hluta seinni hálfleiks. Leikurinn fór fram á heimavelli Young Boys en Zürich náði að halda út og fara með sigur af hólmi eftir að Young Boys minnkaði muninn á lokamínútunum.Strax gerður að fyrirliða Guðlaugur Victor var skiljanlega himinlifandi þegar Fréttablaðið náði í hann eftir leik en þetta er fyrsti titill hans á ferlinum. Umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, benti á að hann væri fyrsti íslenski fyrirliðinn sem tæki við bikar í tíu ár. „Tilfinningin var meiriháttar, það var frábært að fá að upplifa að taka við fyrsta titlinum sem atvinnumaður. Þetta var afar erfiður leikur, við lékum lengi einum manni færri og þeir lágu á okkur eftir að þeir minnkuðu muninn en við stóðumst það. Tilfinningin þegar dómarinn flautaði af var eiginlega bara mögnuð,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Þetta voru algjör óþarfa spjöld sem Sarr fékk en við héldum góðu skipulagi, gáfum þeim fá tækifæri og í raun er bara sætara að hafa náð að halda þetta út eftir að hafa verið einum færri svona lengi. Svo hjálpaði það ekki að leikurinn fór fram á þeirra heimavelli á gervigrasi en við sýndum að það skipti okkur engu máli.“ Guðlaugur kom til Sviss frá Esbjerg fyrir tímabilið en hann var gerður að fyrirliða eftir aðeins sex mánuði. Hefur hann því borið fyrirliðabandið í Danmörku, Svíþjóð og Sviss. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í liði sem er að berjast um titla og mér líður afar vel hér. Ég fékk fyrirliðabandið eftir aðeins sex mánuði sem var mikill heiður. Mig hefur dreymt um að vinna titla síðan ég var lítill strákur og það var frábært að ná að vinna sinn fyrsta titil og bæta honum við á ferilskrána. Með því kemur sæti í Evrópudeildinni sem er spennandi verkefni.“Líður vel í Sviss Guðlaugur Victor hefur komið sér vel fyrir í Sviss en orðrómur hefur heyrst um áhuga frá Þýskalandi. Hann segir að tilboðin þurfi að vera afar freistandi til að hann skoði þau.. „Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir. Það er alltaf gaman að heyra af þeim en ég er mjög ánægður hér. Við erum að fara í Evrópukeppni sem verður afar spennandi, svo líður mér afar vel hérna. Zürich er frábær borg og Sviss fallegt land. Það þarf eitthvað mjög mikið til að ég íhugi að fara héðan.“ Hann var ekki valinn í 23 manna hóp Heimis Hallgrímssonar fyrir HM í Rússlandi en hann var síðast kallaður í landsliðið í ársbyrjun 2017. „Að sjálfsögðu vonaðist maður eftir kallinu, það er markmið allra knattspyrnumanna að spila fyrir þjóðina sína. Maður hugsaði auðvitað út í það hvort ég ætti tækifæri, sérstaklega þar sem ég átti mjög gott tímabil, en því miður kom kallið ekki,“ segir Guðlaugur að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Guðlaugur Victor bikarmeistari í Sviss FC Zürich vann Young Boys í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í dag. 27. maí 2018 14:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson leiddi lið sitt til sigurs í bikarkeppninni í Sviss í gær á fyrsta ári sínu í herbúðum FC Zürich. Þeir lögðu nýkrýnda meistara Young Boys að velli 2-1 þrátt fyrir að leika manni færri stærstan hluta seinni hálfleiks. Leikurinn fór fram á heimavelli Young Boys en Zürich náði að halda út og fara með sigur af hólmi eftir að Young Boys minnkaði muninn á lokamínútunum.Strax gerður að fyrirliða Guðlaugur Victor var skiljanlega himinlifandi þegar Fréttablaðið náði í hann eftir leik en þetta er fyrsti titill hans á ferlinum. Umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, benti á að hann væri fyrsti íslenski fyrirliðinn sem tæki við bikar í tíu ár. „Tilfinningin var meiriháttar, það var frábært að fá að upplifa að taka við fyrsta titlinum sem atvinnumaður. Þetta var afar erfiður leikur, við lékum lengi einum manni færri og þeir lágu á okkur eftir að þeir minnkuðu muninn en við stóðumst það. Tilfinningin þegar dómarinn flautaði af var eiginlega bara mögnuð,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Þetta voru algjör óþarfa spjöld sem Sarr fékk en við héldum góðu skipulagi, gáfum þeim fá tækifæri og í raun er bara sætara að hafa náð að halda þetta út eftir að hafa verið einum færri svona lengi. Svo hjálpaði það ekki að leikurinn fór fram á þeirra heimavelli á gervigrasi en við sýndum að það skipti okkur engu máli.“ Guðlaugur kom til Sviss frá Esbjerg fyrir tímabilið en hann var gerður að fyrirliða eftir aðeins sex mánuði. Hefur hann því borið fyrirliðabandið í Danmörku, Svíþjóð og Sviss. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í liði sem er að berjast um titla og mér líður afar vel hér. Ég fékk fyrirliðabandið eftir aðeins sex mánuði sem var mikill heiður. Mig hefur dreymt um að vinna titla síðan ég var lítill strákur og það var frábært að ná að vinna sinn fyrsta titil og bæta honum við á ferilskrána. Með því kemur sæti í Evrópudeildinni sem er spennandi verkefni.“Líður vel í Sviss Guðlaugur Victor hefur komið sér vel fyrir í Sviss en orðrómur hefur heyrst um áhuga frá Þýskalandi. Hann segir að tilboðin þurfi að vera afar freistandi til að hann skoði þau.. „Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir. Það er alltaf gaman að heyra af þeim en ég er mjög ánægður hér. Við erum að fara í Evrópukeppni sem verður afar spennandi, svo líður mér afar vel hérna. Zürich er frábær borg og Sviss fallegt land. Það þarf eitthvað mjög mikið til að ég íhugi að fara héðan.“ Hann var ekki valinn í 23 manna hóp Heimis Hallgrímssonar fyrir HM í Rússlandi en hann var síðast kallaður í landsliðið í ársbyrjun 2017. „Að sjálfsögðu vonaðist maður eftir kallinu, það er markmið allra knattspyrnumanna að spila fyrir þjóðina sína. Maður hugsaði auðvitað út í það hvort ég ætti tækifæri, sérstaklega þar sem ég átti mjög gott tímabil, en því miður kom kallið ekki,“ segir Guðlaugur að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Guðlaugur Victor bikarmeistari í Sviss FC Zürich vann Young Boys í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í dag. 27. maí 2018 14:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Guðlaugur Victor bikarmeistari í Sviss FC Zürich vann Young Boys í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í dag. 27. maí 2018 14:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti