Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Sighvatur skrifar 26. maí 2018 08:30 Reglugerðinni er ætlað að styrkja réttindi einstaklinga í stafrænum heimi. Vísir/ernir Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að nýtt frumvarp til laga um persónuvernd verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýn á að það geti gengið eftir. „Frumvarpið fer inn í þingflokka stjórnarflokkanna á mánudag og ég vonast til að geta mælt fyrir málinu síðar í næstu viku. Ef þingmenn eru sammála um það að málið sé gott sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi takist að afgreiða það á þessu þingi.“ Sigríður viðurkennir að tímaþröngin sem málið er komið í sé óheppileg en bendir á að frumvarpið hafi verið í samráðsferli í nokkurn tíma og umsagnir liggi fyrir. Þar að auki sé svigrúm stjórnvalda til breytinga lítið þar sem um reglugerð en ekki tilskipun sé að ræða. Hún hafi haldið þinginu upplýstu um stöðu mála og átt fund með allsherjar- og menntamálanefnd. Með gildistöku frumvarpsins verður ný persónuverndarreglugerð ESB innleidd í íslenskan rétt en hún tók formlega gildi í ríkjum ESB í gær, á evrópska persónuverndardeginum. Íslensk stjórnvöld hafa unnið að undirbúningi innleiðingar reglugerðarinnar frá því vorið 2016. Áður en reglugerðin og hin nýju persónuverndarlög geta tekið gildi þarf sameiginlega EES-nefndin að samþykkja ákvörðun um upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en þar að auki þarf Alþingi að staðfesta þá ákvörðun. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð fram á Alþingi á fimmtudaginn. Persónuverndarreglugerðin mun hafa umtalsverð áhrif.Vísir/gettyMálið er því nokkuð snúið enda ljóst að sameiginlega EES-nefndin mun ekki klára afgreiðslu þess fyrr en í fyrsta lagi í byrjun júlí. Eins og fram hefur komið felur reglugerðin í sér viðamiklar breytingar á sviði persónuverndar. Þannig er reglugerðinni meðal annars ætlað að styrkja grundvallarréttindi einstaklinga í stafrænum heimi og einfalda regluverk fyrir fyrirtæki á hinum innri stafræna markaði. Þá er kveðið á um aukið hlutverk eftirlitsstofnana, nýjar öryggisvottanir og sektarheimildir. Ljóst er að þingmenn þurfa að hafa hraðar hendur eigi að takast að afgreiða málin fyrir þinglok en samkvæmt starfsáætlun á Alþingi að ljúka störfum 7. júní. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að sér vitandi hafi ekkert samráð átt sér stað við nefndina um hvernig haga eigi afgreiðslu málsins. „Efni löggjafarinnar er mjög mikilvægt og mikilvægt að þetta klárist til að eyða réttaróvissu sem getur komið upp ef þetta klárast ekki. Á hinn bóginn verður að segjast að vinnubrögðin og tíminn sem gefinn er til umfjöllunar eru fyrir neðan allar hellur.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að nýtt frumvarp til laga um persónuvernd verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýn á að það geti gengið eftir. „Frumvarpið fer inn í þingflokka stjórnarflokkanna á mánudag og ég vonast til að geta mælt fyrir málinu síðar í næstu viku. Ef þingmenn eru sammála um það að málið sé gott sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi takist að afgreiða það á þessu þingi.“ Sigríður viðurkennir að tímaþröngin sem málið er komið í sé óheppileg en bendir á að frumvarpið hafi verið í samráðsferli í nokkurn tíma og umsagnir liggi fyrir. Þar að auki sé svigrúm stjórnvalda til breytinga lítið þar sem um reglugerð en ekki tilskipun sé að ræða. Hún hafi haldið þinginu upplýstu um stöðu mála og átt fund með allsherjar- og menntamálanefnd. Með gildistöku frumvarpsins verður ný persónuverndarreglugerð ESB innleidd í íslenskan rétt en hún tók formlega gildi í ríkjum ESB í gær, á evrópska persónuverndardeginum. Íslensk stjórnvöld hafa unnið að undirbúningi innleiðingar reglugerðarinnar frá því vorið 2016. Áður en reglugerðin og hin nýju persónuverndarlög geta tekið gildi þarf sameiginlega EES-nefndin að samþykkja ákvörðun um upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en þar að auki þarf Alþingi að staðfesta þá ákvörðun. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð fram á Alþingi á fimmtudaginn. Persónuverndarreglugerðin mun hafa umtalsverð áhrif.Vísir/gettyMálið er því nokkuð snúið enda ljóst að sameiginlega EES-nefndin mun ekki klára afgreiðslu þess fyrr en í fyrsta lagi í byrjun júlí. Eins og fram hefur komið felur reglugerðin í sér viðamiklar breytingar á sviði persónuverndar. Þannig er reglugerðinni meðal annars ætlað að styrkja grundvallarréttindi einstaklinga í stafrænum heimi og einfalda regluverk fyrir fyrirtæki á hinum innri stafræna markaði. Þá er kveðið á um aukið hlutverk eftirlitsstofnana, nýjar öryggisvottanir og sektarheimildir. Ljóst er að þingmenn þurfa að hafa hraðar hendur eigi að takast að afgreiða málin fyrir þinglok en samkvæmt starfsáætlun á Alþingi að ljúka störfum 7. júní. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að sér vitandi hafi ekkert samráð átt sér stað við nefndina um hvernig haga eigi afgreiðslu málsins. „Efni löggjafarinnar er mjög mikilvægt og mikilvægt að þetta klárist til að eyða réttaróvissu sem getur komið upp ef þetta klárast ekki. Á hinn bóginn verður að segjast að vinnubrögðin og tíminn sem gefinn er til umfjöllunar eru fyrir neðan allar hellur.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34