Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2018 20:53 Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. Vísir/gunnar v. andrésson Á morgun, föstudag, ganga Írar til kosninga um afnám banns við fóstureyðingum. Umdeild ákvæði í stjórnarskrá landsins fjallar um bann við fóstureyðingum. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vildu sjá breytingu á áttunda ákvæði stjórnarskrárinnar voru með örugga forystu en bilið á milli hópanna hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær dregur kosningum. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Réttur kvenna til frjálsra fóstureyðinga hefur Steinunni verið hugleikinn um langt skeið. Í brúðkaupsferðinni hafi hún og eiginmaður hennar farið til Hollands og Dublin og tekið þátt í kröfugöngu fyrir rétti kvenna til ákveða sjálfar. Steinunn segir að það hefði mikla þýðingu fyrir konur ef breytingarnar ganga í gegn. Það myndi auka öryggi þeirra og frelsi til muna auk þess sem skömminni yrði vísað á bug. Í dag er litið á írskar konur sem rjúfa meðgöngu sem glæpamenn. „Hámarks refsing fyrir að framkvæma ólöglega fóstureyðingu er 14 ár, fyrir bæði konur og lækna. Sá refsirammi hefur held ég ekki verið fullnýttur en það hefur nýlega verið dæmt eftir þessum lögum. Árið 2016 var kona dæmd fyrir að hafa tekið pillu,“ segir Steinunn.Konur hafa fjölmennt í kröfugöngum fyrir rétti kvenna til frjálsa fóstureyðinga í aðdraganda kosninga.Vísir/afpSkömmin finnur sér leiðEr hlutur skammarinnar mikill og áþreifanlegur? Fannstu fyrir því þegar þið skrifuðuð bókina? „Það var fyrirferðamikið þema, alls ekki allar skömmuðust sín en margar skömmuðust sín fyrir að líða ekki illa. Skömmin fann sér leið. Drusluskömmun var líka fyrirferðarmikið þema; þetta hafði ekki átt að koma fyrir, þær hefðu átt að passa sig og svo framvegis. Skömmin seytlaði inn í margvíslegu formi og hún gerir það eflaust líka á Írlandi.“Lögin komi verst niður á jaðarsettum hópumSteinunn segir að írskar konur rjúfi meðgöngu þrátt fyrir að þær séu bannaðar á Írlandi. Þær leiti sér einfaldlega læknisaðstoðar í öðrum löndum, fyrst og fremst á Bretlandi en líka Hollandi, auk þess sem þær panta pillur af netinu. „Hvort tveggja er mjög slæmt,“ segir Steinunn því forsenda fyrir því að ferðast erlendis er að eiga fyrir fargjaldinu, hafa vegabréf og vera skráðar. „Það útilokar strax konur sem eru óskráðar.“ „Þær eru í þúsundatali sem fara erlendis í fóstureyðingar. Það eru bara þær sem fara. Þær sem panta sér pillu eru ekki inn í þessum tölum, það er líka mikill fjöldi,“ útskýrir Steinunn. Þær sem panta pillur til að framkvæma fóstureyðingar (sem er einungis hægt að nota fyrir 12. Viku meðgöngu) búa ekki við sömu aðstæður og íslenskar konur sem eiga kost á því að fara til læknis, fá ráðgjöf og lyfseðil. „Þær panta þetta á netinu og svo taka þær pilluna án þess að vita nákvæmlega hvað í því felst. Þær vita hverjar aukaverkanirnar eru og svo framvegis,“ segir Steinunn sem segir lögin koma í veg fyrir að þær leiti sér læknisaðstoðar ef þær þurfi þess. „Ef þær vita að þær eru að fremja glæp þá eru þær síður líklegar til að leita sér læknisaðstoðar ef þær telja að verkirnir séu óeðlilegir. Það er verið að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Steinunn.Skertur trúverðugleiki kaþólsku kirkjunnarEf af breytingunum verður, þýðir það ekki dvínandi ítök kaþólsku kirkjunnar?„Jú, það sem mér finnst athyglisvert við þetta er að, miðað við það sem ég hef lesið, kaþólska kirkjan hafi haldið sig til hlés í umræðunni. Þau eru meðvituð um að trúverðugleiki kaþólsku kirkjunnar er skertur vegna ýmissa kynferðisofbeldisbrota sem hafa komið upp hjá kirkjunni. Þau láta aðra sjá um að keyra baráttuna áfram og eru frekar eins og aftursætisbílstjórar.“ Ef Írar kjósa með breytingum á morgun gæti það þýtt að fóstureyðingar yrðu gerðar frjálsar fram að tólftu viku en með ákveðnum takmörkunum eftir það. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Á morgun, föstudag, ganga Írar til kosninga um afnám banns við fóstureyðingum. Umdeild ákvæði í stjórnarskrá landsins fjallar um bann við fóstureyðingum. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vildu sjá breytingu á áttunda ákvæði stjórnarskrárinnar voru með örugga forystu en bilið á milli hópanna hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær dregur kosningum. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Réttur kvenna til frjálsra fóstureyðinga hefur Steinunni verið hugleikinn um langt skeið. Í brúðkaupsferðinni hafi hún og eiginmaður hennar farið til Hollands og Dublin og tekið þátt í kröfugöngu fyrir rétti kvenna til ákveða sjálfar. Steinunn segir að það hefði mikla þýðingu fyrir konur ef breytingarnar ganga í gegn. Það myndi auka öryggi þeirra og frelsi til muna auk þess sem skömminni yrði vísað á bug. Í dag er litið á írskar konur sem rjúfa meðgöngu sem glæpamenn. „Hámarks refsing fyrir að framkvæma ólöglega fóstureyðingu er 14 ár, fyrir bæði konur og lækna. Sá refsirammi hefur held ég ekki verið fullnýttur en það hefur nýlega verið dæmt eftir þessum lögum. Árið 2016 var kona dæmd fyrir að hafa tekið pillu,“ segir Steinunn.Konur hafa fjölmennt í kröfugöngum fyrir rétti kvenna til frjálsa fóstureyðinga í aðdraganda kosninga.Vísir/afpSkömmin finnur sér leiðEr hlutur skammarinnar mikill og áþreifanlegur? Fannstu fyrir því þegar þið skrifuðuð bókina? „Það var fyrirferðamikið þema, alls ekki allar skömmuðust sín en margar skömmuðust sín fyrir að líða ekki illa. Skömmin fann sér leið. Drusluskömmun var líka fyrirferðarmikið þema; þetta hafði ekki átt að koma fyrir, þær hefðu átt að passa sig og svo framvegis. Skömmin seytlaði inn í margvíslegu formi og hún gerir það eflaust líka á Írlandi.“Lögin komi verst niður á jaðarsettum hópumSteinunn segir að írskar konur rjúfi meðgöngu þrátt fyrir að þær séu bannaðar á Írlandi. Þær leiti sér einfaldlega læknisaðstoðar í öðrum löndum, fyrst og fremst á Bretlandi en líka Hollandi, auk þess sem þær panta pillur af netinu. „Hvort tveggja er mjög slæmt,“ segir Steinunn því forsenda fyrir því að ferðast erlendis er að eiga fyrir fargjaldinu, hafa vegabréf og vera skráðar. „Það útilokar strax konur sem eru óskráðar.“ „Þær eru í þúsundatali sem fara erlendis í fóstureyðingar. Það eru bara þær sem fara. Þær sem panta sér pillu eru ekki inn í þessum tölum, það er líka mikill fjöldi,“ útskýrir Steinunn. Þær sem panta pillur til að framkvæma fóstureyðingar (sem er einungis hægt að nota fyrir 12. Viku meðgöngu) búa ekki við sömu aðstæður og íslenskar konur sem eiga kost á því að fara til læknis, fá ráðgjöf og lyfseðil. „Þær panta þetta á netinu og svo taka þær pilluna án þess að vita nákvæmlega hvað í því felst. Þær vita hverjar aukaverkanirnar eru og svo framvegis,“ segir Steinunn sem segir lögin koma í veg fyrir að þær leiti sér læknisaðstoðar ef þær þurfi þess. „Ef þær vita að þær eru að fremja glæp þá eru þær síður líklegar til að leita sér læknisaðstoðar ef þær telja að verkirnir séu óeðlilegir. Það er verið að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Steinunn.Skertur trúverðugleiki kaþólsku kirkjunnarEf af breytingunum verður, þýðir það ekki dvínandi ítök kaþólsku kirkjunnar?„Jú, það sem mér finnst athyglisvert við þetta er að, miðað við það sem ég hef lesið, kaþólska kirkjan hafi haldið sig til hlés í umræðunni. Þau eru meðvituð um að trúverðugleiki kaþólsku kirkjunnar er skertur vegna ýmissa kynferðisofbeldisbrota sem hafa komið upp hjá kirkjunni. Þau láta aðra sjá um að keyra baráttuna áfram og eru frekar eins og aftursætisbílstjórar.“ Ef Írar kjósa með breytingum á morgun gæti það þýtt að fóstureyðingar yrðu gerðar frjálsar fram að tólftu viku en með ákveðnum takmörkunum eftir það.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira