Borgarlínan sig? Sigurður Friðleifsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Íslendingar vilja gjarnan skipta sér í andstæðar fylkingar. Stundum er eins og andstæðir hópar sameinist um að einfalda ágreiningsefnin til að auðvelda stríðsreksturinn. Borgarlínan er gott dæmi um þetta. Á meðan menn reita hár sitt yfir stuðningi eða andstöðu við Borgarlínu, þá losna allir við að ræða flóknara viðfangsefni sem sannarlega ætti að vera aðalatriðið í umræðunni. Aðalatriðið snýst um að bæta þjónustu á breiðum grunni fyrir bílminni lífsstíl. Já, ég segi bílminni, ekki bíllausan lífsstíl því ég ætla ekki að opna á barnalega og gamaldags orðræðu um „aðför að einkabílnum“. Það græða nefnilega allir á víðtækari möguleikum á bílminni lífsstíl. Þetta er einfaldlega lífskjara-, umhverfis- og lífsgæðamál. Það er bæði dýrt og mengandi að reka bifreið. Allar lausnir sem geta minnkað bílnotkun, bæði fyrir þá sem eiga bíl og þá sem eiga ekki bíl, skipta máli. Ungt fólk í heiminum er þegar farið að átta sig á þessu. Það vill aðgang að fjölbreyttum lausnum, ekki bara að strætó eða hjólreiðum eða deilibílum, heldur blöndu af öllu saman.Vilja sveigjanleika Nútímalegt fólk vill sveigjanleika, það vill stökkva upp í strætó þegar hentar með nettengingu og háa ferðatíðni. Það vill nota hjólið sitt eða leiguhjól þegar vel viðrar eða þegar það er í stuði til þess. Það vill geta leigt deilibíl til að skreppa í lengri ferðir eða flytja eitthvað en nennir kannski ekki að eiga hann þess á milli. Það vill líka aðgang að nútímalegri og afar aðgengilegri leigubílaþjónustu eins og Über þegar sá gállinn er á því. Krafan er einföld, sveigjanleg og fjölbreytt þjónusta eftir þörf og stemningu hverju sinni. En þetta snýst ekki bara um að eiga eða eiga ekki bíl. Þetta snýst líka um að þurfa ekki að eiga tvo bíla eða jafnvel bara að geta keyrt báða bílana sína aðeins minna. Þetta er framtíðin og sú þjónustuaukning sem þarf að huga að í nútímalegu samfélagi. Eins og áður segir er þetta ekki bara umhverfismál heldur líka lífskjaramál því að fjölskylda getur t.d. sparað ótrúlega mikla peninga með því að losa sig við, þó ekki væri nema annan bílinn. Samkvæmt FÍB er rekstrarkostnaður á nýjum, ódýrum bíl um 1.117.600 krónur ári. Það er margt hægt að gera fyrir rúma milljón. Fjögurra manna fjölskylda gæti til dæmis keypt fjögur rafhjól í IKEA og árskort í strætó handa öllum og samt átt um 500 þúsund króna afgang til að nýta sér deilibíla, hjólaleigur, Über, bílaleigur og leigubíla. Best væri svo ef hægt væri að nota eitt samgöngukort eða app til að greiða með einföldum hætti fyrir alla samgönguþjónustu. Auðvitað þarf svo að stuðla að því að öll þessi fjölbreytta samgönguþjónusta keyri á umhverfisvænni orku. Stóra verkefnið að mínu mati er því fyrst og fremst að stuðla að einfaldri, aðgengilegri og umfram allt fjölbreyttri almenningssamgönguþjónustu til að opna möguleikana á bílminni lífsstíl. Það er allra hagur en Borgarlínan er í raun bara eitt brot af þeirri framtíðarsýn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar vilja gjarnan skipta sér í andstæðar fylkingar. Stundum er eins og andstæðir hópar sameinist um að einfalda ágreiningsefnin til að auðvelda stríðsreksturinn. Borgarlínan er gott dæmi um þetta. Á meðan menn reita hár sitt yfir stuðningi eða andstöðu við Borgarlínu, þá losna allir við að ræða flóknara viðfangsefni sem sannarlega ætti að vera aðalatriðið í umræðunni. Aðalatriðið snýst um að bæta þjónustu á breiðum grunni fyrir bílminni lífsstíl. Já, ég segi bílminni, ekki bíllausan lífsstíl því ég ætla ekki að opna á barnalega og gamaldags orðræðu um „aðför að einkabílnum“. Það græða nefnilega allir á víðtækari möguleikum á bílminni lífsstíl. Þetta er einfaldlega lífskjara-, umhverfis- og lífsgæðamál. Það er bæði dýrt og mengandi að reka bifreið. Allar lausnir sem geta minnkað bílnotkun, bæði fyrir þá sem eiga bíl og þá sem eiga ekki bíl, skipta máli. Ungt fólk í heiminum er þegar farið að átta sig á þessu. Það vill aðgang að fjölbreyttum lausnum, ekki bara að strætó eða hjólreiðum eða deilibílum, heldur blöndu af öllu saman.Vilja sveigjanleika Nútímalegt fólk vill sveigjanleika, það vill stökkva upp í strætó þegar hentar með nettengingu og háa ferðatíðni. Það vill nota hjólið sitt eða leiguhjól þegar vel viðrar eða þegar það er í stuði til þess. Það vill geta leigt deilibíl til að skreppa í lengri ferðir eða flytja eitthvað en nennir kannski ekki að eiga hann þess á milli. Það vill líka aðgang að nútímalegri og afar aðgengilegri leigubílaþjónustu eins og Über þegar sá gállinn er á því. Krafan er einföld, sveigjanleg og fjölbreytt þjónusta eftir þörf og stemningu hverju sinni. En þetta snýst ekki bara um að eiga eða eiga ekki bíl. Þetta snýst líka um að þurfa ekki að eiga tvo bíla eða jafnvel bara að geta keyrt báða bílana sína aðeins minna. Þetta er framtíðin og sú þjónustuaukning sem þarf að huga að í nútímalegu samfélagi. Eins og áður segir er þetta ekki bara umhverfismál heldur líka lífskjaramál því að fjölskylda getur t.d. sparað ótrúlega mikla peninga með því að losa sig við, þó ekki væri nema annan bílinn. Samkvæmt FÍB er rekstrarkostnaður á nýjum, ódýrum bíl um 1.117.600 krónur ári. Það er margt hægt að gera fyrir rúma milljón. Fjögurra manna fjölskylda gæti til dæmis keypt fjögur rafhjól í IKEA og árskort í strætó handa öllum og samt átt um 500 þúsund króna afgang til að nýta sér deilibíla, hjólaleigur, Über, bílaleigur og leigubíla. Best væri svo ef hægt væri að nota eitt samgöngukort eða app til að greiða með einföldum hætti fyrir alla samgönguþjónustu. Auðvitað þarf svo að stuðla að því að öll þessi fjölbreytta samgönguþjónusta keyri á umhverfisvænni orku. Stóra verkefnið að mínu mati er því fyrst og fremst að stuðla að einfaldri, aðgengilegri og umfram allt fjölbreyttri almenningssamgönguþjónustu til að opna möguleikana á bílminni lífsstíl. Það er allra hagur en Borgarlínan er í raun bara eitt brot af þeirri framtíðarsýn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun