Roman Abramovich, eigendi Chelsea, hefur engan áhuga á því að selja félagið. Þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunnar.
Þessar fréttir koma eftir að tilboði frá Jim Ratcliffe, enskum milljarðamæring, í félagið var hafnað en Chelsea hefur neitað að tjá sig um málið.
Í síðasta mánuði bárust fréttir af því að Chelsea hafi hætt við að byggja nýjan völl og héldu einhverjir þá að tími Abramovich hjá Chelsea væri kominn.
Svo er komið í ljós að svo er ekki en hann missti af úrslitaleik Chelsea gegn Man. Utd í síðasta mánuði vegna þess að hann var að verða ísraelskur ríkisborgari.
