Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 19:26 Skjáskot úr myndinni sem fjallar um spillingu í afríska fótboltanum. bbc Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. Greint var frá því í dag að Kwesi Nyantakyi, forseti Knattspyrnusambands Gana, hefði tekið við mútum en í heimildarmynd sem frumsýnd verður í dag og fjallar um spilinguna í afrískum fótbolta sést Nyantakyi taka við tæpum sjö milljónum króna í beinhörðum peningum. Ganamenn mæta íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld sem er seinasti leikur íslenska liðsins í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvort formaður knattspyrnusambandsins sé staddur hér á landi. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar Gana, sem ganverskur íþróttafréttamaður birtir á Twitter-síðu sinni, er farið hörðum orðum um knattspyrnusambandið. Þar segir að ríkisstjórnin sé bálreið og í áfalli vegna þeirra upplýsinga sem koma fram í fyrrnefndri mynd. „Heimildarmyndin afhjúpar hversu hrikalega illa rekið Knattspyrnusamband Gana er en starfsemin einkennist af svindli, spillingu og mútum,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Fyrir utan að vera formaður Knattspyrnusambands Ghana er Nyantakyi einnig í nefnd hjá FIFA og má því ekki þiggja neinar peningagjafir. Auk þess að sjást taka við peningum í heimildarmyndinni segist hann vera með forseta landsins í vasanum og gegn sanngjarnri greiðslu geti hann hjálpað fyrirtækjum og verktökum við að ná samningum við ríkið. Forsetinn er sagður hafa brjálast vegna þessara ummæla og gefið út handtökuskipun á Nyantakyi.OFFICIAL CONFIRMATION. Ghana FA dissolved pic.twitter.com/Fz13JqhvEP— Saddick Adams Obama (@SaddickAdams) June 7, 2018 Fótbolti Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Gana | Kveðjustund hjá strákunum okkar í síðasta leiknum fyrir HM Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. Greint var frá því í dag að Kwesi Nyantakyi, forseti Knattspyrnusambands Gana, hefði tekið við mútum en í heimildarmynd sem frumsýnd verður í dag og fjallar um spilinguna í afrískum fótbolta sést Nyantakyi taka við tæpum sjö milljónum króna í beinhörðum peningum. Ganamenn mæta íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld sem er seinasti leikur íslenska liðsins í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvort formaður knattspyrnusambandsins sé staddur hér á landi. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar Gana, sem ganverskur íþróttafréttamaður birtir á Twitter-síðu sinni, er farið hörðum orðum um knattspyrnusambandið. Þar segir að ríkisstjórnin sé bálreið og í áfalli vegna þeirra upplýsinga sem koma fram í fyrrnefndri mynd. „Heimildarmyndin afhjúpar hversu hrikalega illa rekið Knattspyrnusamband Gana er en starfsemin einkennist af svindli, spillingu og mútum,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Fyrir utan að vera formaður Knattspyrnusambands Ghana er Nyantakyi einnig í nefnd hjá FIFA og má því ekki þiggja neinar peningagjafir. Auk þess að sjást taka við peningum í heimildarmyndinni segist hann vera með forseta landsins í vasanum og gegn sanngjarnri greiðslu geti hann hjálpað fyrirtækjum og verktökum við að ná samningum við ríkið. Forsetinn er sagður hafa brjálast vegna þessara ummæla og gefið út handtökuskipun á Nyantakyi.OFFICIAL CONFIRMATION. Ghana FA dissolved pic.twitter.com/Fz13JqhvEP— Saddick Adams Obama (@SaddickAdams) June 7, 2018
Fótbolti Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Gana | Kveðjustund hjá strákunum okkar í síðasta leiknum fyrir HM Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Í beinni: Ísland - Gana | Kveðjustund hjá strákunum okkar í síðasta leiknum fyrir HM Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00
Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti