Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. júní 2018 18:30 Einn lést og þrír eru á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi í gærkvöldi. Kona og átta börn voru flutt á sjúkrahús vegna slyssins en virkja þurfti hópslysaáætlun Landspítalans. Átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. Tilkynning um slysið barst um tuttugu mínútur yfir sjö í gærkvöldi og fór mikið lið viðbragðsaðila á vettvang enda strax ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Bílarnir tveir sem rákust saman voru fólksbíll og lítil hópferðabifreið og komu út gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins, karlmaður af erlendum uppruna lést í slysinu. Hann var á fertugsaldri og búsettur hér á landi. Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín, á aldrinum eins og fimmtán ára og að auki eitt systkinabarn. Allir úr bílunum voru fluttir með sjúkrabílum á Landsspítalann í Fossvogi. Vegna slyssins var spítalinn settur á gult viðbúnaðarstig og segir yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans að kalla hafi þurft til fimmtíu heilbrigðisstarfsmenn á vakt.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku LandspítalaVísir/Stöð 2„Þeir voru kallaðir að heiman margir þeirra og voru að koma inn á svipuðum tíma og þeir slösuðu,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Viðbúnaðarstigi var aflétt skömmu síðar. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum nú undir kvöld dvelja þrír enn á spítalanum. Tveir á gjörgæsludeild og einn á almennri deild. Sex hafa verið útskrifaðir af spítala. Tildrög slyssins í gær eru ókunn og óskar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir að vitni gefi sig fram. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi í dag en nefndin og lögreglan hafa slysið til rannsóknar.Fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi slyssins í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonAðstæður á vettvangi slyssins í gær eru þær sömu og var í dag. Þurr vegur, bjart og lítill vindur. Þetta er annað banaslysið á þessum vegarkafla, með aðeins nokkur hundruð metra millibili, á fimm mánuðum. Slysið í gær átti sér stað skammt frá afleggjaranum að bænum Enni en hitt slysið, sem átti sér stað í upphafi ársins, var á móts við bæinn Hvamm. Það sem af er ári hafa átta látist í umferðarslysum. „Það eru alltaf nokkrar sveiflur í þessu. Að hluta til getur það verið eðlilegt en það er vissulega nokkrar skýringar sem við höfum og eins er sú að umferð hefur verið að aukast eins og tölur hafa sýnt fram á,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Miðað við þróunina það sem af er þessu ári, er ykkur farið að kvíða fyrir sumrinu? „Vissulega kvíðir manni fyrir sumrinu þegar veturinn er búinn að vera svona en við skulum vona það besta,“ segir Sævar. Tengdar fréttir Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum Fjórir eru enn á gjörgæslu. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Einn lést og þrír eru á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi í gærkvöldi. Kona og átta börn voru flutt á sjúkrahús vegna slyssins en virkja þurfti hópslysaáætlun Landspítalans. Átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. Tilkynning um slysið barst um tuttugu mínútur yfir sjö í gærkvöldi og fór mikið lið viðbragðsaðila á vettvang enda strax ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Bílarnir tveir sem rákust saman voru fólksbíll og lítil hópferðabifreið og komu út gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins, karlmaður af erlendum uppruna lést í slysinu. Hann var á fertugsaldri og búsettur hér á landi. Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín, á aldrinum eins og fimmtán ára og að auki eitt systkinabarn. Allir úr bílunum voru fluttir með sjúkrabílum á Landsspítalann í Fossvogi. Vegna slyssins var spítalinn settur á gult viðbúnaðarstig og segir yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans að kalla hafi þurft til fimmtíu heilbrigðisstarfsmenn á vakt.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku LandspítalaVísir/Stöð 2„Þeir voru kallaðir að heiman margir þeirra og voru að koma inn á svipuðum tíma og þeir slösuðu,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Viðbúnaðarstigi var aflétt skömmu síðar. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum nú undir kvöld dvelja þrír enn á spítalanum. Tveir á gjörgæsludeild og einn á almennri deild. Sex hafa verið útskrifaðir af spítala. Tildrög slyssins í gær eru ókunn og óskar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir að vitni gefi sig fram. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi í dag en nefndin og lögreglan hafa slysið til rannsóknar.Fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi slyssins í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonAðstæður á vettvangi slyssins í gær eru þær sömu og var í dag. Þurr vegur, bjart og lítill vindur. Þetta er annað banaslysið á þessum vegarkafla, með aðeins nokkur hundruð metra millibili, á fimm mánuðum. Slysið í gær átti sér stað skammt frá afleggjaranum að bænum Enni en hitt slysið, sem átti sér stað í upphafi ársins, var á móts við bæinn Hvamm. Það sem af er ári hafa átta látist í umferðarslysum. „Það eru alltaf nokkrar sveiflur í þessu. Að hluta til getur það verið eðlilegt en það er vissulega nokkrar skýringar sem við höfum og eins er sú að umferð hefur verið að aukast eins og tölur hafa sýnt fram á,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Miðað við þróunina það sem af er þessu ári, er ykkur farið að kvíða fyrir sumrinu? „Vissulega kvíðir manni fyrir sumrinu þegar veturinn er búinn að vera svona en við skulum vona það besta,“ segir Sævar.
Tengdar fréttir Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum Fjórir eru enn á gjörgæslu. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34