Erlent

Næstum helmingur barnanna ekki í skóla

Þórir Guðmundsson skrifar
Börn í kennslustund í Kabúl, höfuðborg Afganistan.
Börn í kennslustund í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Vísir/Getty
Næstum helmingur barna í Afganistan er ekki í skóla. Þetta kemur fram í skýrslu sem menntamálaráðuneyti landsins og UNICEF létu gera. Í skýrslunni kemur fram að hlutfall barna sem fara í skóla sé að lækka í fyrsta sinn síðan talibönum var vikið frá völdum í Kabúl árið 2001.

Undanfarið hafa sveitir talibana lagt undir sig fleiri héruð í Afganistan og þar sem þeir fara með yfirráð fara fáar stúlkur í skóla. Viðvarandi stríðsástand í landinu hefur áhrif á skólagöngu og víða þar sem skólar eru starfræktir búa kennarar við óvissu og lélegan aðbúnað.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×