Fótbolti

Real vill Pochettino í stað Zidane

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino sendir þumalinn.
Pochettino sendir þumalinn. vísir/getty
Real Madrid vill Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, sem sinn næsta stjóra ef marka má fréttir Sky Sports í morgun. Þó er ólíklegt að Argentínumaðurinn fari frá Lundúnar-liðinu.

Zinedine Zidane hætti í gær sem þjálfari Real í gær einungis nokkrum dögum eftir að hafa unnið Meistaradeildina í þriðja skiptið á þremur árum. Mjög óvænt tíðindi.

Zidane sagði að Real þyrfti nýja rödd í klefann en tók það fram að það væru ekki leikmennirnir sem hefðu bolað honum burt. Óvíst er hvað verður um Gareth Bale og Cristiano Ronaldo eins og fjallað var um eftir leikinn en Zidane hefur nú sagt af sér.

Real hefur ekki talað við Pochettino og Tottenham greindi frá því í gær að enginn klásúla væri í samningi Pochettino að hann mætti yfirgefa félagið en hann skrifaði undir fimm ára samning í síðustu viku.

Guillem Balague, sérfræðingur Sky á Spáni, segir að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi haft Pochettino ofarlega á lista sínum sem næsti stjóri Real fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×