Vel undirbúinn fyrir þær stóru ákvarðarnir sem skiluðu Íslandi á HM Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 16:00 Heimir Hallgrímsson óttast ekki stórar ákvarðanir. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, þurfti að taka stórar ákvarðanir eftir að hann tók einn við ábyrgð íslenska liðsins þegar að Lars Lagerbäck kvaddi eftir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Eyjamaðurinn gerði nokkrar breytingar á annars fastmótuðu byrjunarliði, hrærði meira í liðinu á milli leikja og breytti meðal annars um leikaðferð eftir að liðið var búið að spila þá sömu í nokkur ár með frábærum árangri. Heimir þorir og það skilaði liðinu sigri í erfiðasta riðli undankeppni HM 2018 og nú er Ísland með eitt stig eftir jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik. Hann hefur heillað heiminn með árangri sínum og hann er eðlilega ekkert síður vinsæll innan íslenska hópsins eins og kom fram í máli Davíðs Snorra Jónassonar, eins af njósnurum íslenska liðsins.Eyjamaðurinn er oftast léttur en getur stundum misst sig.vísir/gettyLætur manni líða vel „Mér finnst hann vera frábær og allt hans teymi. Það sem að Heimir gerir vel er að vinna vel með aðstoðarmönnunum sínum. Helgi og Gummi eru að vinna mikla vinnu á bakvið tjöldin. Síðan er Heimir góður að gefa þér skýr hlutverk sem að hann vill að séu kláruð vel,“ segir Davíð Snorri um Heimi en hann fór yfir það sem gerir Eyjamanninn að svona öflugum þjálfara í Akraborginni á X977. „Hann lætur öllum líða vel í því umhverfi og að sama skapi er hópurinn að taka mjög vel á móti þeim sem koma inn. Það eru nýir starfsmenn eins og ég en hlutverkin eru skýr og hann lætur manni líða vel. Heimir hefur sýnt það bæði taktískt og með því hvernig hann hvetur áfram leikmenn að hann mjög góður þjálfari.“ Heimir er með milljón krónu bros og kemur alltaf vel fyrir en eins og kom fram um daginn getur hann tekið léttan trylling þegar að hann er ekki sáttur. Davíð segir hann almennt mjög léttan. „Þetta er bara hans karakter. Hann er mjög almennilegur. Ég þekki hann ekki öðruvísi. Hann er alveg frábær,“ segir hann.Heimir er góður að ræða við leikmenn maður á mann.vísir/vilhelmTaktíkin á hreinu Það eru margir þættir sem þjálfarar þurfa að vera með á hreinu ef þeir ætla að ná langt. Taktík er eitt og mannleg samskipti er annað sem er ekki síður mikilvægt. Hann virðist vera með allt á hreinu að mati Davíðs. „Það sem ég hef séð er að hann er góður maður á mann. Hann getur átt góð samskipti maður á mann. Hann er gríðarlega vel undirbúinn og ef maður er vel undirbúinn líður manni betur og þá er líklegra að maður nái einhverju út úr því sem maður er að gera,“ segir Davíð. „Taktíkin er líka alveg á hreinu og hann er með öll smáatriði sömuleiðis á hreinu. Ég er ekki á æfingasvæðinu á hverjum degi en miðað við þau samskipti sem ég hef átt við Heimi er þetta þannig.“Uppleggið gegn Argentínu heppnast fullkomlega hjá Heimi og hans mönnum.vísr/vilhelmVel undirbúinn „Teymið í kringum Heimi er líka á fullu að vinna í því að hvetja leikmennina og undirbúa þá fyrir leiki. Þeir vinna mikla vinnu. Heimir er hausinn á þessu en saman mynda þeir skemmtilegt teymi. Það er hrikalega gott að vinna með Gumma og Helga,“ segir Davíð Snorri. Heimir var langt því frá að setja blindandi á asnann þegar að hann gerði þær breytingar sem virkuðu svo vel í undankeppninni og nú á HM. Það eru miklar pælingar á bakvið allt sem að hann og teymið hans geri. „Hann tók stórar ákvarðanir sem að virkuðu. Það sýnir bara að menn eru virkilega að vinna vinnuna sína vel. Þú tekur ekki ákvarðanir nema vera búinn að skoða alla vinkla og þær hafa verið réttar hjá honum. Hann er mjög góður í þessu,“ segir Davíð Snorri Jónasson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir Már: Ég hef aldrei komið í þessa saltverksmiðju Erlendir blaðamenn láta mikið með það að fjögurra barna faðirinn Birkir Már Sævarsson sé eini leikmaðurinn á HM sem hafi þurft að fá frí í vinnunni svo hann gæti farið til Rússlands. 19. júní 2018 14:30 HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00 Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor. 19. júní 2018 09:02 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, þurfti að taka stórar ákvarðanir eftir að hann tók einn við ábyrgð íslenska liðsins þegar að Lars Lagerbäck kvaddi eftir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Eyjamaðurinn gerði nokkrar breytingar á annars fastmótuðu byrjunarliði, hrærði meira í liðinu á milli leikja og breytti meðal annars um leikaðferð eftir að liðið var búið að spila þá sömu í nokkur ár með frábærum árangri. Heimir þorir og það skilaði liðinu sigri í erfiðasta riðli undankeppni HM 2018 og nú er Ísland með eitt stig eftir jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik. Hann hefur heillað heiminn með árangri sínum og hann er eðlilega ekkert síður vinsæll innan íslenska hópsins eins og kom fram í máli Davíðs Snorra Jónassonar, eins af njósnurum íslenska liðsins.Eyjamaðurinn er oftast léttur en getur stundum misst sig.vísir/gettyLætur manni líða vel „Mér finnst hann vera frábær og allt hans teymi. Það sem að Heimir gerir vel er að vinna vel með aðstoðarmönnunum sínum. Helgi og Gummi eru að vinna mikla vinnu á bakvið tjöldin. Síðan er Heimir góður að gefa þér skýr hlutverk sem að hann vill að séu kláruð vel,“ segir Davíð Snorri um Heimi en hann fór yfir það sem gerir Eyjamanninn að svona öflugum þjálfara í Akraborginni á X977. „Hann lætur öllum líða vel í því umhverfi og að sama skapi er hópurinn að taka mjög vel á móti þeim sem koma inn. Það eru nýir starfsmenn eins og ég en hlutverkin eru skýr og hann lætur manni líða vel. Heimir hefur sýnt það bæði taktískt og með því hvernig hann hvetur áfram leikmenn að hann mjög góður þjálfari.“ Heimir er með milljón krónu bros og kemur alltaf vel fyrir en eins og kom fram um daginn getur hann tekið léttan trylling þegar að hann er ekki sáttur. Davíð segir hann almennt mjög léttan. „Þetta er bara hans karakter. Hann er mjög almennilegur. Ég þekki hann ekki öðruvísi. Hann er alveg frábær,“ segir hann.Heimir er góður að ræða við leikmenn maður á mann.vísir/vilhelmTaktíkin á hreinu Það eru margir þættir sem þjálfarar þurfa að vera með á hreinu ef þeir ætla að ná langt. Taktík er eitt og mannleg samskipti er annað sem er ekki síður mikilvægt. Hann virðist vera með allt á hreinu að mati Davíðs. „Það sem ég hef séð er að hann er góður maður á mann. Hann getur átt góð samskipti maður á mann. Hann er gríðarlega vel undirbúinn og ef maður er vel undirbúinn líður manni betur og þá er líklegra að maður nái einhverju út úr því sem maður er að gera,“ segir Davíð. „Taktíkin er líka alveg á hreinu og hann er með öll smáatriði sömuleiðis á hreinu. Ég er ekki á æfingasvæðinu á hverjum degi en miðað við þau samskipti sem ég hef átt við Heimi er þetta þannig.“Uppleggið gegn Argentínu heppnast fullkomlega hjá Heimi og hans mönnum.vísr/vilhelmVel undirbúinn „Teymið í kringum Heimi er líka á fullu að vinna í því að hvetja leikmennina og undirbúa þá fyrir leiki. Þeir vinna mikla vinnu. Heimir er hausinn á þessu en saman mynda þeir skemmtilegt teymi. Það er hrikalega gott að vinna með Gumma og Helga,“ segir Davíð Snorri. Heimir var langt því frá að setja blindandi á asnann þegar að hann gerði þær breytingar sem virkuðu svo vel í undankeppninni og nú á HM. Það eru miklar pælingar á bakvið allt sem að hann og teymið hans geri. „Hann tók stórar ákvarðanir sem að virkuðu. Það sýnir bara að menn eru virkilega að vinna vinnuna sína vel. Þú tekur ekki ákvarðanir nema vera búinn að skoða alla vinkla og þær hafa verið réttar hjá honum. Hann er mjög góður í þessu,“ segir Davíð Snorri Jónasson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir Már: Ég hef aldrei komið í þessa saltverksmiðju Erlendir blaðamenn láta mikið með það að fjögurra barna faðirinn Birkir Már Sævarsson sé eini leikmaðurinn á HM sem hafi þurft að fá frí í vinnunni svo hann gæti farið til Rússlands. 19. júní 2018 14:30 HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00 Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor. 19. júní 2018 09:02 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Birkir Már: Ég hef aldrei komið í þessa saltverksmiðju Erlendir blaðamenn láta mikið með það að fjögurra barna faðirinn Birkir Már Sævarsson sé eini leikmaðurinn á HM sem hafi þurft að fá frí í vinnunni svo hann gæti farið til Rússlands. 19. júní 2018 14:30
HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00
Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor. 19. júní 2018 09:02