New York ríki höfðar mál gegn Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 15:01 Donald Trump Bandaríkjaforseti Vísir/AFP New York ríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans vegna „ólöglegs athæfis“ í tengslum við góðgerðarsamtök Trump. Washington Post greinir frá. Í stefnunni er því haldið fram að Trump og börn hans hafi reglulega misnotað samtökin til þess að greiða skuldir fyrirtækja Trump, notað fé samtakanna til þess að standsetja golfvöll og í tengslum við forsetaframbið Trumnp árið 2016. Fer ríkið fram á það að góðgerðarsamtökin, Donald J. Trump Foundation, verði leyst upp, eignum samtakanna verði dreift til annarra góðgerðarasamtaka og að Trump greiði 2,8 milljónir dollara í skaðabætur og sekt. Rannsókn New York ríkis hefur staðið yfir í tæplega tvö ár og hófst hún eftir umfjöllun Washington Post. Segir í stefnunni að Trump hafi þverbrotið lög sem gilda um skattfrelsi góðgerðarsamtaka, þá sérstaklega þau um að fjármunir góðgerðarsamtaka séu nýttir til almannaheilla, en ekki til persónulegs hagnaðar stofnenda þeirra. Trump hefur verið forseti samtakanna frá stofnun þeirra árið 1987. Áður en hann tók við embætti forseta lofaði hann því að leggja samtökin niður, en sökum þess að rannsókn ríkisins á þeim stóði yfir gat hann það ekki. Þrjú elstu börn Trump eru einnig nefnd í stefnunni, þau Donald Trump yngri, Ivanka Trump og Eric Trump. Eru þau stjórnarmeðlimir í samtökunum en stjórn samtakanna hefur ekki komið saman frá árinu 1999.We are suing the Donald J. Trump Foundation and its directors @realDonaldTrump, Donald J. Trump Jr., Ivanka Trump, and Eric Trump for extensive and persistent violations of state and federal law. https://t.co/aP2ui0tOTo pic.twitter.com/geSMA3fx2x— New York Attorney General (@NewYorkStateAG) June 14, 2018 Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
New York ríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans vegna „ólöglegs athæfis“ í tengslum við góðgerðarsamtök Trump. Washington Post greinir frá. Í stefnunni er því haldið fram að Trump og börn hans hafi reglulega misnotað samtökin til þess að greiða skuldir fyrirtækja Trump, notað fé samtakanna til þess að standsetja golfvöll og í tengslum við forsetaframbið Trumnp árið 2016. Fer ríkið fram á það að góðgerðarsamtökin, Donald J. Trump Foundation, verði leyst upp, eignum samtakanna verði dreift til annarra góðgerðarasamtaka og að Trump greiði 2,8 milljónir dollara í skaðabætur og sekt. Rannsókn New York ríkis hefur staðið yfir í tæplega tvö ár og hófst hún eftir umfjöllun Washington Post. Segir í stefnunni að Trump hafi þverbrotið lög sem gilda um skattfrelsi góðgerðarsamtaka, þá sérstaklega þau um að fjármunir góðgerðarsamtaka séu nýttir til almannaheilla, en ekki til persónulegs hagnaðar stofnenda þeirra. Trump hefur verið forseti samtakanna frá stofnun þeirra árið 1987. Áður en hann tók við embætti forseta lofaði hann því að leggja samtökin niður, en sökum þess að rannsókn ríkisins á þeim stóði yfir gat hann það ekki. Þrjú elstu börn Trump eru einnig nefnd í stefnunni, þau Donald Trump yngri, Ivanka Trump og Eric Trump. Eru þau stjórnarmeðlimir í samtökunum en stjórn samtakanna hefur ekki komið saman frá árinu 1999.We are suing the Donald J. Trump Foundation and its directors @realDonaldTrump, Donald J. Trump Jr., Ivanka Trump, and Eric Trump for extensive and persistent violations of state and federal law. https://t.co/aP2ui0tOTo pic.twitter.com/geSMA3fx2x— New York Attorney General (@NewYorkStateAG) June 14, 2018
Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira