Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júní 2018 05:55 Bandaríkjafroseti heldur hér á skjalinu sem undirritað var. SKjáskot Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. Fátt annað er vitað um plaggið á þessari stundu. Gert er ráð fyrir því að Trump muni kynna innihald skjalsins á blaðamannafundi síðar í dag.Uppfært 06:40:Innihald skjalsins er í fjórum liðum að sögn breska ríkisútvarpins:1. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að koma á sambandi milli ríkjanna í samræmi við vilja íbúa þeirra um frið og velsæld.2. Bandaríkin og Norður-Kóreu munu vinna saman að því að tryggja viðvarandi og stöðugan frið á Kóreuskaganum.3. Í samræmi við Panmunjom-yfirlýsinguna frá 27. apríl 2018 mun Norður-Kóreu vinna að algjörri kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans.4. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að bera kennsl á og endurheimta lík stríðsfanga, auk tafalausrar heimsendingar þeirra sem borið hefur verið kennsl á."The world will see a major change" - Kim Jong-un's words as he and Donald Trump sign a "historic" document after #TrumpKimSummit https://t.co/slT5YzZ7IR pic.twitter.com/PEVsdA1XjR— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 12, 2018 Kim sagði eftir undirritunina að Norður-Kóreu hafi ákveðið að „segja skilið við fortíðina“ og að „heimsbyggðin muni upplifa gríðarlegar breytingar“ á Kóreuskaganum. Trump tók í sama streng. Hann segist stoltur af því sem átti sér stað og að samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu muni gjörbreytast frá því sem áður var. Aðspurður út í kjarnorkuafvopnun sagði Trump að hún myndi eiga sér stað „mjög, mjög fljótlega.“ Athygli vekur að skjalið kveður á um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þetta kann að hljóma eins og gríðarstórt skref en Kim hefur áður talað með þeim hætti að hann vilji losa Norður-Kóreu við kjarnavopn. Það gerði hann til að mynda á fundi sínum með suður-kóreskum embættismönnum í Panmunjom, sem vísað er til í skjalinu. Enginn veit hvernig Kim túlkar „algjöra kjarnorkuafvopnun.“ Einnig er athyglisvert að talað sé um Kóreuskagann í þessu samhengi. Það megi túlka sem svo að Suður-Kórea hafi haft einhverja aðkomu að gerð skjalsins. Eintaki af skjalinu verður dreift til viðstaddra fréttamanna á næstu klukkustundum. Vísir var með beina lýsingu af fundi Kim og Trump í nótt. Hana má nálgast hér.Fréttin verður uppfærð.LATEST: Preview of the Kim-Trump statement pic.twitter.com/VYzCe0u1Er— Chad O'Carroll (@chadocl) June 12, 2018 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. Fátt annað er vitað um plaggið á þessari stundu. Gert er ráð fyrir því að Trump muni kynna innihald skjalsins á blaðamannafundi síðar í dag.Uppfært 06:40:Innihald skjalsins er í fjórum liðum að sögn breska ríkisútvarpins:1. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að koma á sambandi milli ríkjanna í samræmi við vilja íbúa þeirra um frið og velsæld.2. Bandaríkin og Norður-Kóreu munu vinna saman að því að tryggja viðvarandi og stöðugan frið á Kóreuskaganum.3. Í samræmi við Panmunjom-yfirlýsinguna frá 27. apríl 2018 mun Norður-Kóreu vinna að algjörri kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans.4. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að bera kennsl á og endurheimta lík stríðsfanga, auk tafalausrar heimsendingar þeirra sem borið hefur verið kennsl á."The world will see a major change" - Kim Jong-un's words as he and Donald Trump sign a "historic" document after #TrumpKimSummit https://t.co/slT5YzZ7IR pic.twitter.com/PEVsdA1XjR— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 12, 2018 Kim sagði eftir undirritunina að Norður-Kóreu hafi ákveðið að „segja skilið við fortíðina“ og að „heimsbyggðin muni upplifa gríðarlegar breytingar“ á Kóreuskaganum. Trump tók í sama streng. Hann segist stoltur af því sem átti sér stað og að samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu muni gjörbreytast frá því sem áður var. Aðspurður út í kjarnorkuafvopnun sagði Trump að hún myndi eiga sér stað „mjög, mjög fljótlega.“ Athygli vekur að skjalið kveður á um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þetta kann að hljóma eins og gríðarstórt skref en Kim hefur áður talað með þeim hætti að hann vilji losa Norður-Kóreu við kjarnavopn. Það gerði hann til að mynda á fundi sínum með suður-kóreskum embættismönnum í Panmunjom, sem vísað er til í skjalinu. Enginn veit hvernig Kim túlkar „algjöra kjarnorkuafvopnun.“ Einnig er athyglisvert að talað sé um Kóreuskagann í þessu samhengi. Það megi túlka sem svo að Suður-Kórea hafi haft einhverja aðkomu að gerð skjalsins. Eintaki af skjalinu verður dreift til viðstaddra fréttamanna á næstu klukkustundum. Vísir var með beina lýsingu af fundi Kim og Trump í nótt. Hana má nálgast hér.Fréttin verður uppfærð.LATEST: Preview of the Kim-Trump statement pic.twitter.com/VYzCe0u1Er— Chad O'Carroll (@chadocl) June 12, 2018
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30
Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53
Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38