Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2018 14:33 Eftirlitsmönnum vegna heimagistingar verður fjölgað úr þrjá í ellefu. Vísir/pjetur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samkomulag um aukið eftirlit með heimagistingu á borð við AirBnb. Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu.Tryggja að leyfi sé fyrir hendi Samningurinn kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættis Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með eftirlit með heimagistingu á öllu landinu. Markmiðið er að öðlast yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagistingar, tryggja rétt skattskil einstaklinga og að aðilar sem stunda starfsemina afli sér rekstrarleyfis.Sjá einnig: Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að starfsmönnum í heimagistingarvakt verði fjölgað úr þremur í ellefu og koma þeir m.a. til með að framkvæma vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga frá almenningi. Þá verða í hópnum tveir lögfræðingar sem munu halda utan um stjórnsýslumeðferð og ákvarðanir um stjórnvaldssektir.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra og Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu.Mynd/Stjórnarráðið„Það er ósanngjarnt gagnvart löglegum rekstri að menn komist upp með að spila ekki eftir reglunum. Við verðum að tryggja að allt sé uppi á borðum. Ég bind því miklar vonir við þetta samstarf við sýslumann og vænti þess að við sjáum stóraukinn fjölda skráninga heimagistingar innan skamms,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra um hinn nýja samning. Þá fagnar Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ákvörðun ráðherra um eflingu heimagistingarvaktar. Ljóst sé að allt of margir hafi ekki skráð heimagistingu sem þeir halda úti.Skammtímaleiga sjöfaldast á þremur árum Frá því að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók við málaflokki gististaða árið 2015 hefur umfang skammtímaleigu sjöfaldast. Hin svokallað 90 daga regla tók gildi í ársbyrjun 2017 en í henni felst að einstaklingum er heimilt að leigja út lögheimili sín og eina aðra fasteign sem er í þeirra eigu til allt að 90 daga á hverju almanaksári án þess að lúta sömu reglum um leyfi og gjöld og gilda um atvinnurekstur. Skráning fer fram með rafrænum hætti á www.heimagisting.is. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52 Fagna hertu eftirliti með heimagistingu Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið. 15. júní 2018 12:41 Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. 11. júní 2018 08:00 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samkomulag um aukið eftirlit með heimagistingu á borð við AirBnb. Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu.Tryggja að leyfi sé fyrir hendi Samningurinn kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættis Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með eftirlit með heimagistingu á öllu landinu. Markmiðið er að öðlast yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagistingar, tryggja rétt skattskil einstaklinga og að aðilar sem stunda starfsemina afli sér rekstrarleyfis.Sjá einnig: Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að starfsmönnum í heimagistingarvakt verði fjölgað úr þremur í ellefu og koma þeir m.a. til með að framkvæma vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga frá almenningi. Þá verða í hópnum tveir lögfræðingar sem munu halda utan um stjórnsýslumeðferð og ákvarðanir um stjórnvaldssektir.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra og Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu.Mynd/Stjórnarráðið„Það er ósanngjarnt gagnvart löglegum rekstri að menn komist upp með að spila ekki eftir reglunum. Við verðum að tryggja að allt sé uppi á borðum. Ég bind því miklar vonir við þetta samstarf við sýslumann og vænti þess að við sjáum stóraukinn fjölda skráninga heimagistingar innan skamms,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra um hinn nýja samning. Þá fagnar Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ákvörðun ráðherra um eflingu heimagistingarvaktar. Ljóst sé að allt of margir hafi ekki skráð heimagistingu sem þeir halda úti.Skammtímaleiga sjöfaldast á þremur árum Frá því að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók við málaflokki gististaða árið 2015 hefur umfang skammtímaleigu sjöfaldast. Hin svokallað 90 daga regla tók gildi í ársbyrjun 2017 en í henni felst að einstaklingum er heimilt að leigja út lögheimili sín og eina aðra fasteign sem er í þeirra eigu til allt að 90 daga á hverju almanaksári án þess að lúta sömu reglum um leyfi og gjöld og gilda um atvinnurekstur. Skráning fer fram með rafrænum hætti á www.heimagisting.is.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52 Fagna hertu eftirliti með heimagistingu Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið. 15. júní 2018 12:41 Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. 11. júní 2018 08:00 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52
Fagna hertu eftirliti með heimagistingu Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið. 15. júní 2018 12:41
Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. 11. júní 2018 08:00