Erlent

Myrtur af eltihrelli eftir fyrirlestur um öryggi á internetinu

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Maðurinn hafði fylgst með ferðum bloggarans eftir að ummælum hans var eytt úr athugasemdakerfinu
Maðurinn hafði fylgst með ferðum bloggarans eftir að ummælum hans var eytt úr athugasemdakerfinu
Einn þekktasti bloggari Japans var stunginn til bana af eltihrelli rétt eftir að hann lauk fyrirlestri um hvernig hægt sé að leiða deilur friðsamlega til lykta á internetinu.

Kenichiro Okamoto, betur þekktur undir höfundanafninu Hagex, hafði verið ofsóttur af manninum á netinu um nokkurt skeið.

Hagex var sjálfur sérfræðingur í netöryggi og starfaði sem slíkur auk þess sem hann gaf netverjum ráð um öryggismál í reglulegum innkomum í japönskum sjónvarpsþáttum.

Morðinginn virðist hafa fengið Hagex á heilann eftir að athugasemdum hans við bloggfærslu var eytt. Hann skráði mörg mismunandi notendanöfn til að geta skilið eftir fleiri athugasemdir en þeim var eytt jafnóðum.

Eftir fyrirlesturinn virðist hann hafa elt Hagex baksviðs og króað hann af á salerni þar sem hann stakk hann margoft með hníf.


Tengdar fréttir

Leitarvélar finna barnapíutæki

Einfalt er að brjótast inn í venjuleg heimilistæki sem tengd eru internetinu og hægt er að nota sérstakar leitarsíður til að finna barnapíutæki og vefmyndavélar. Sérfræðingur í netöryggismálum segir dæmi um slík mál hér á landi og forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til þess að fara gætilega með allar upplýsingar.

Fundað um netöryggi á öruggum stað

Mikill viðbúnaður var við fund þjóðaröryggisráðs á öryggissvæði NATO og Landhelgisgæslunnar á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll í dag. Netöryggismál voru fyrirferðamikil á fundinum auk þess sem rætt var um vopnaburð sérsveitarinnar um helgina

Yfir 200 tilkynningar til netöryggissveitarinnar

Fyrirtækjum er ekki skylt að tilkynna netöryggisveit um atvik sem varða netöryggi. Forstöðumaður sveitarinnar segir það akkillesarhæl. Fallið var frá flutningi sveitarinnar til Ríkislögreglustjóra. Unnið að þjónustusamningum í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×