Handbolti

Þrír íslenskir þjálfarar í sama riðli á HM í handbolta: Ísland með Króatíu og Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í erfiðum riðli með Króatíu og Spáni á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Þýskalandi og Danmörku í janúar 2019. Dregið var í riðla fyrir úrslitakeppni HM 2019 í Kaupmannahöfn í dag.

Riðill íslenska landsliðsins verður spilaður í München í Þýskalandi. Auk Króatíu og Spáni eru í riðlinum Makedónía, Japan og Barein. Heimsmeistarakeppnin fer fram frá 9. til 27. janúar á næsta ári.

Tveir aðrir íslenskir þjálfarar eru með lið sín í riðli Íslands. Þar eru nefnilega líka Japan, lið Dags Sigurðssonar, og Barein, lið sem mætir til leiks undir stjórn Aron Kristjánssonar.

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, er einmitt maðurinn sem kom Barein inn á HM. Hann ætti því að þekkja þessa mótherja íslenska liðsins mjög vel.

Svíþjóð, lið undir stjórn Kristjáns Andréssonar, er í riðli með Katar og Ungverjalandi en sá riðill verður spilaður í Berlín í Þýskalandi.

Austurríki, lið undir stjórn Patreks Jóhannessonar, er með Dönum og Noregi í riðli. Sá riðill fer fram í Jyske Bank Boxen í Herning.

Þjóðverjar völdu sér ekki aðeins riðil heldur fengu þeir einnig Suður-Kóreu í sinn riðil því það var ákveðið fyrir fram að opnunarleikur mótsins verður á milli Þýskalands og Suður-Kóreu.

Riðlarnir á HM í handbolta 2019 líta svona út:

A-riðill

(Spilaður í Mercedes-Benz Arena í Berlin)

1. Frakkland

2. Rússland

3. Þýskaland

4. Serbía

5. Brasilía

6. Suður-Kórea



B-riðill

(Spilaður í Olympiahalle í München)

1. Spánn

2. Króatía

3. Makedóníu

4. Ísland

5. Barein

6. Japan

C-riðill

(Spilaður í Jyske Bank Boxen í Herning)

1. Danmörk

2. Noregur

3. Austurríki

4. Túnis

5. Síle

6. Sádí Arabía

D-riðill

(Spilaður í Royal Arena í Kaupmannahöfn)

1. Svíþjóð

2. Ungverjaland

3. Katar

4. Argentína

5. Egyptaland

6. Angóla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×