Innlent

Landhelgisgæslan fylgist með fjársjóðsleit

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Frá vettvangi í gær
Frá vettvangi í gær Landhelgisgæslan
Varðskipið Þór og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker, en skipið kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. Skipið mun næstu daga leita að verðmætum í skipsflaki þýska skipsins SS Minden sem sökk þann 24.júní árið 1939 um 120 sjómílur suðaustur af Kötlutanga. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands.

Umhverfisráðuneytið veitti Advanced Marine Services undanþágu á gildistíma starfsleyfis sem fyrirtækið hafði fengið áður frá Umhverfisstofnun en það leyfi gilti til 1.maí 2018. Varðskipið Þór er farið af svæðinu em Landhelgisgæsla Íslands mun næstu daga fylgjast með framkvæmdunum en þær hófust formlega á sjöunda tímanum í gær. Seabed Worker hefur þrjá sólarhringa frá upphafi framkvæmda til að freista þess að ná verðmætum úr flaki SS Minden.


Tengdar fréttir

Stofnanir hafa ekkert að athuga við fjársjóðsleit í Minden

Enginn fjögurra opinberra aðila sem sent hafa Umhverfisstofnun umsögn gerir athugasemd við útgáfu leyfis til bresks félags sem leitar verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Minjastofnun segir að lögin nái ekki yfir skipsflakið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×