Vanda argentíska liðinu ekki kveðjurnar: „Messi var skugginn af sjálfum sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júní 2018 11:34 Messi var ekkert rosalega glaður í leiknum í gær. vísir/getty Fótbolti er ástríða í Argentínu og pressan á argentíska liðinu fyrir HM í Rússlandi var eftir því. Messi og félagar áttu að verða heimsmeistarar, það dugði ekkert minna, en þær væntingar eru nú að öllum líkindum orðnar að engu eftir að liðið tapaði 3-0 fyrir Króatíu í gær. Argentískir fjölmiðlar voru ekki par hrifnir af frammistöðu sinna manna á móti Íslandi og það kveður svipaðan tón nú eftir Króatíuleikinn, þó ef til vill öllu harðari. „Liðið var stefnulaust á HM og það versta er að enginn virtist tilbúinn til þess að bjarga því,“ segir í fyrirsögn á vef argentíska blaðsins Clarín þar sem umfjöllunin heldur áfram á þennan veg: „Enn á ný hjálpaði Sampaoli ekki til, Messi var skugginn af sjálfum og liðsfélagar hans birtust ekki. Argentína verður að vinna Nígeríu og vona það besta varðandi önnur úrslit.“ Á vef La Nación er einnig ritað um þá staðreynd að örlög argentíska liðsins eru ekki í höndum þeirra sjálfra: „Í höndum þriðja aðila. Landsliðið þarf nú að reiða sig á úrslitin í öðrum leikjum til að komast í 16 liða úrslitin. Að í dag eftir hádegi vinni Nígería Ísland svo að það ráðist í leiknum gegn Nígeríumönnum hver fer áfram.“ Messi fær síðan sinn skerf af gagnrýni á vef La Gaceta. „Ef Messi vantaði eitthvað þá var það að leika illa. Svona illa,“ segir í grein La Gaceta sem ber titilinn „Messi var ekki á staðnum.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37 Króatía komið áfram eftir stórsigur gegn Argentínu Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit HM 2018 eftir 3-0 sigur á Argentínu í viðureign liðanna í riðli okkar Íslendinga í kvöld. 21. júní 2018 19:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Fótbolti er ástríða í Argentínu og pressan á argentíska liðinu fyrir HM í Rússlandi var eftir því. Messi og félagar áttu að verða heimsmeistarar, það dugði ekkert minna, en þær væntingar eru nú að öllum líkindum orðnar að engu eftir að liðið tapaði 3-0 fyrir Króatíu í gær. Argentískir fjölmiðlar voru ekki par hrifnir af frammistöðu sinna manna á móti Íslandi og það kveður svipaðan tón nú eftir Króatíuleikinn, þó ef til vill öllu harðari. „Liðið var stefnulaust á HM og það versta er að enginn virtist tilbúinn til þess að bjarga því,“ segir í fyrirsögn á vef argentíska blaðsins Clarín þar sem umfjöllunin heldur áfram á þennan veg: „Enn á ný hjálpaði Sampaoli ekki til, Messi var skugginn af sjálfum og liðsfélagar hans birtust ekki. Argentína verður að vinna Nígeríu og vona það besta varðandi önnur úrslit.“ Á vef La Nación er einnig ritað um þá staðreynd að örlög argentíska liðsins eru ekki í höndum þeirra sjálfra: „Í höndum þriðja aðila. Landsliðið þarf nú að reiða sig á úrslitin í öðrum leikjum til að komast í 16 liða úrslitin. Að í dag eftir hádegi vinni Nígería Ísland svo að það ráðist í leiknum gegn Nígeríumönnum hver fer áfram.“ Messi fær síðan sinn skerf af gagnrýni á vef La Gaceta. „Ef Messi vantaði eitthvað þá var það að leika illa. Svona illa,“ segir í grein La Gaceta sem ber titilinn „Messi var ekki á staðnum.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37 Króatía komið áfram eftir stórsigur gegn Argentínu Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit HM 2018 eftir 3-0 sigur á Argentínu í viðureign liðanna í riðli okkar Íslendinga í kvöld. 21. júní 2018 19:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37
Króatía komið áfram eftir stórsigur gegn Argentínu Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit HM 2018 eftir 3-0 sigur á Argentínu í viðureign liðanna í riðli okkar Íslendinga í kvöld. 21. júní 2018 19:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent