Enski boltinn

Klopp um heilahristing Karius: „Klárlega ástæðan fyrir mistökunum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og Karius ræða saman.
Klopp og Karius ræða saman. vísir/getty
Jurgen Klopp segir að það sé hundrað prósent líkur á því að heilahristingurinn sem Loris Karius fékk í úrslitaleiknum gegn Real Madrid hafi ollið þeim misstökum sem hann gerði.

Karius gerði sig sekan um tvö skelfileg mistök er Liverpool tapaði 3-1 fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok maí. Hann missti meðal annars skot Gareth Bale í netið.

Síðar meir kom í ljós að læknar í Bandaríkjunum, þar sem Karius gekkst undir skoðun, sögðu frá því að Karius hafi fengið heilahristing fyrir mistökin tvö er hann lenti í samstuði við Sergio Rames.

Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann sé handviss um að þetta hafi valdið þessum mistökum hjá þýska markverðinum.

„Fyrir mér er það 100% ástæðan fyrir frammistöðu hans. Hann varð fyrir áhrifum af þessu höggi. Það er 100%,” en Klopp hafði ekki tjáð sig um atvikið fyrr en nú.

„Ef þú spyrð Loris þá hugsaði hann ekki um þetta og notar þetta ekki sem afsökun. Við notum þetta ekki sem afsökun heldur sem útskýringu. Það er mikilvægt og það er það sem greining á að gera; útskýra afhverju hlutir gerðust.”

„Við hugsum ekki um þetta lengur. Hvernig getum við hugsað að drengur gerir ekki nein mistök í leiknum þangað til að hann gerir þessi mistök í eins mikilvægum leik og enginn heldur að það sé vegna höggsins sem hann fékk?”

„Hvernig getum við hugsað það þannig? Fyrir mig var það góð útskýring og ég hugsaði: Allt í lagi, við þurfum að kanna þetta. Fimm dögum eftir úrslitaleikinn var hann með 26 ummerki af 30 um heilahristing. Það er klárt.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×