Fótbolti

Real Madrid íhugar tilboð frá Juventus í besta leikmann heims

Anton Ingi Leifsso skrifar
Ronaldo í leik með Portúgal á HM en þeir eru úr leik .
Ronaldo í leik með Portúgal á HM en þeir eru úr leik . vísir/getty
Real Madrid íhugar nú hvort að liðið eigi að samþykja tilboð upp á 88 milljónir punda í portúgölsku stórstjörnuna, Cristiano Ronaldo.

Madrídingar hafa ekki enn gert upp við sig hvort þeir samþykki eða neiti tilboðinu en Ronaldo er sagður vilja íhuga stöðu sína hjá félaginu.

Hann gaf það í skyn eftir úrslitaleikinn gegn Liverpool í Meistaradeildinni að hann væri ekki viss hvar hann myndi spila á næstu leiktíð og nú er Juventus áhugasamt.

Ronaldo hefur verið í röðum Real frá árinu 2009 en ítalska félagið er einnig að meta það hvort að það borgi sig að fá 33 ára gamlan Ronaldo til félagsins vegna launakostnaðar.

Það væri svakaleg tíðindi ef besti leikmaður í heimi síðustu tvö ár myndi fara burt frá þreföldum Meistaradeildar-meisturum í Real Madrid.

Ronaldo er nú í sumarfríi eftir að Portúgal féll úr leik á HM í 16-liða úrslitunum gegn Úrúgvæ. Ronaldo skoraði fjögur mörk á mótinu, þar af þrjú í fyrsta leiknum gegn Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×