Fótbolti

Fyrrum landsliðsþjálfari í 4.deildina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Atli Eðvaldsson.
Atli Eðvaldsson. Vísir/Vilhelm
Knattspyrnulið Hamars frá Hveragerði réð til sín nýjan þjálfara í gærkvöldi í kjölfar þess að fyrrum þjálfari liðsins, Dusan Ivkovic, sagði upp störfum á dögunum. 

Atli Eðvaldsson er tekinn við liðinu og mun stýra því í A-riðli 4.deildar þar sem Hamarsmenn eru taplausir eftir sex leiki og sitja í efsta sætinu. Önnur lið í riðlinum eru Ýmir, Berserkir, Snæfell, Björninn, Stál-úlfur, KB og KFR.

Atla þarf vart að kynna fyrir íslensku knattspyrnuáhugafólki en hann lék á sínum tíma 70 landsleiki fyrir A-landslið Íslands. 

Hann þjálfaði einnig íslenska karlalandsliðið um fjögurra ára skeið frá 1999-2003 og hefur einnig þjálfað ÍBV, KR, Val og Þrótt auk fleiri liða en síðast þjálfaði hann sænska liðið Kristianstad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×