Fótbolti

Óli Jó: Erum að spila í Meistaradeildinni og það eru ekki betri dómarar en þetta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óli Jó ræðir við dómara.
Óli Jó ræðir við dómara. vísir/vilhelm
Valur er úr leik eftir ævintýralegan leik gegn Rosenborg í Þrándheimi í kvöld þar sem Íslandsmeistararnir töpuðu 3-1.

Staðan var markalaus í hálfleik en fjörið var í síðari hálfleik þar sem dómari leiksins, Stefan Apostolov, hjálpaði Rosenborg áfram með að dæma handa þeim tvö víti.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var ósáttur við dómara leiksins og sýndi meðal annars peningamerki upp í stúku eftir annað mark Valsmanna.

„Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni,” sagði Óli í samtali við Fótbolta.net í leikslok í Þrándheimi.

„Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni. Það er fúlt en við lærum af þessu og komum sterkir til baka."

Ólafur hélt áfram í spjalli sínu við Elvar Geir í Þrándheimi og var ekki sáttur með dómarann.

„Við erum að spila í Meistaradeildinni og það eru ekki betri dómarar en þetta. Mér skilst að þessi dómari hafi ekki dæmt fótboltaleik í marga mánuði því deildin þar er ekki í gangi.”


Tengdar fréttir

Matthías á bekknum gegn Val

Matthías Vilhjálmsson gæti snúið aftur á fótboltavöllinn eftir nær árs fjarveru þegar Rosenborg tekur á móti Val í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×