Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 19:30 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn knattspyrnusambandsins þurfa nú að drífa sig í að finna eftirmann Heimis Hallgrímssonar sem lét af störfum í dag en verða að flýta sér hægt í leitinni. Aðeins eru 56 dagar þar til strákarnir okkar mæta Belgíu í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þeir eru í dag þjálfaralausir og óvíst er hvað af núverandi starfsliði heldur vinnunni. KSÍ hefur ekki mikinn tíma í þjálfaraleit en verður vitaskuld að vanda sig. „Ég leiði þessa vinnu sem formaður með minn bakgrunn og mína reynslu en það eru fleiri sem að munu koma að þessu. Þetta verður gert í samvinnu og samráði við stjórnina eins og vera ber. Við drífum okkur í þessu en pössum okkur á að vanda vel til verka,“ segir Guðni. Guðni er vel meðvitaður um tímarammann en segir lykilatriði að vanda valið á eftirmanni Heimis enda gríðarlega spennandi hlutir framundan eins og Þjóðadeildin og undankeppni EM alls staðar 2020. „Við munum passa upp á að sækja okkur góð ráð. Við munum varpa út góðu neti og þéttu. Ég efast ekki um að við munum fá marga frambærilega umsækjendur og menn sem við munum skoða og ræða við. Á sama tíma og við höskum okkur aðeins þá flýtum við okkur hægt og vöndum okkur. Það er mikilvægt. Við höfum nokkrar vikur í þetta en munum á endanum reyna að komast að réttri og góðri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Líklega verður rætt við nokkra þjálfara úr umsækjendahópnum og gott fólk fengið til að aðstoða við ráðningarferlið. „Við munum að sjálfsögðu fá menn til viðræðna okkur líst vel á einhverja umsækjendur. Það getur líka verið hollt og gott að tala við nokkra til að fá hugmyndir og svo framvegis. Heimir verður okkur líka innan handar ef til þarf. Við erum líka með fullt af ráðgjöfum og fleirum sem hjálpa okkur við að taka þessa ákvörðun. Við förum í þetta saman,“ segir Guðni Bergsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn knattspyrnusambandsins þurfa nú að drífa sig í að finna eftirmann Heimis Hallgrímssonar sem lét af störfum í dag en verða að flýta sér hægt í leitinni. Aðeins eru 56 dagar þar til strákarnir okkar mæta Belgíu í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þeir eru í dag þjálfaralausir og óvíst er hvað af núverandi starfsliði heldur vinnunni. KSÍ hefur ekki mikinn tíma í þjálfaraleit en verður vitaskuld að vanda sig. „Ég leiði þessa vinnu sem formaður með minn bakgrunn og mína reynslu en það eru fleiri sem að munu koma að þessu. Þetta verður gert í samvinnu og samráði við stjórnina eins og vera ber. Við drífum okkur í þessu en pössum okkur á að vanda vel til verka,“ segir Guðni. Guðni er vel meðvitaður um tímarammann en segir lykilatriði að vanda valið á eftirmanni Heimis enda gríðarlega spennandi hlutir framundan eins og Þjóðadeildin og undankeppni EM alls staðar 2020. „Við munum passa upp á að sækja okkur góð ráð. Við munum varpa út góðu neti og þéttu. Ég efast ekki um að við munum fá marga frambærilega umsækjendur og menn sem við munum skoða og ræða við. Á sama tíma og við höskum okkur aðeins þá flýtum við okkur hægt og vöndum okkur. Það er mikilvægt. Við höfum nokkrar vikur í þetta en munum á endanum reyna að komast að réttri og góðri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Líklega verður rætt við nokkra þjálfara úr umsækjendahópnum og gott fólk fengið til að aðstoða við ráðningarferlið. „Við munum að sjálfsögðu fá menn til viðræðna okkur líst vel á einhverja umsækjendur. Það getur líka verið hollt og gott að tala við nokkra til að fá hugmyndir og svo framvegis. Heimir verður okkur líka innan handar ef til þarf. Við erum líka með fullt af ráðgjöfum og fleirum sem hjálpa okkur við að taka þessa ákvörðun. Við förum í þetta saman,“ segir Guðni Bergsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15