Heimir: Skrái mig í Tólfuna og geri allt sem KSÍ biður mig um að gera Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 19:00 „Það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara en ég mun aðstoða KSÍ við allt sem þarf að gera,“ segir Heimir Hallgrímsson sem í dag hætti sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Það var klukkan tíu í morgun sem að KSÍ sendi út tilkynningu þess efnis að Heimir Hallgrímsson hefði ákveðið að semja ekki aftur og væri því formlega hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins sem hann hefur stýrt síðan 2011, fyrst samhliða Lars Lagerbäck og síðar sem aðalþjálfari. „Það eru nokkrir dagar síðan að ég tjáði Guðna að þetta væri minn hugur. Við ákváðum svo bara að klára málið þegar að hann kæmi eftir úrslitaleikinn. Það eru einhverjir dagar síðan,“ sagði Heimir í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir hélt sjálfur blaðamannafund í morgun þar sem að honum fannst hann verða að kveðja á góðum nótum en það sem stendur upp úr hjá honum er í hversu góðri stöðu liðið er í nú þegar kaflaskil eiga sér stað. Sjálfur veit hann ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelm„Ég hugsa að ég skrái mig nú fyrst í tólfuna og mæti á leiki. Þetta er eitthvað sem að ég vissi ða myndi gerast. Það sem ég er svo sáttur við í dag er að geta skilað þessu af mér í þessari stöðu sem það er. Ekki bara liðið heldur er öll umgjörð á svo góðum stað. Það eru forréttindi." Enginn þekkir íslenska liðið; leikmenn, starfslið og umgjörðina betur en Eyjamaðurinn og því væri eðlilegt að KSÍ myndi að minnsta kosti leita ráða hjá honum í ráðningarferli eftirmannsins. „Ég mun gera allt sem ég er beðinn um að gera. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara. Sem betur fer. Ef það er leitað til mín mun ég að sjálfsögðu aðstoða sambandið með öllu sem ég get,“ sagði hann. Heimir segir að einhver lið hafi spurst fyrir um hann á síðustu dögum en ekkert sem er nógu merkilegt að ræða. En, þegar að hann lítur til baka á árin sjö, hver er stærsta stundin á landsliðsþjálfaraferlinum? „Að hafa náð að vinna þennan riðil hérna heima á móti Kósóvó var persónulega fyrir mig sem þjálfari alveg risastór stund. Ætli það standi ekki upp úr að hafa náð að afreka það að hafa verið fyrsti íslenski þjálfarinn til að koma liðinu á HM. Það hlýtur að vera stærsta stundin á mínum ferli,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
„Það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara en ég mun aðstoða KSÍ við allt sem þarf að gera,“ segir Heimir Hallgrímsson sem í dag hætti sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Það var klukkan tíu í morgun sem að KSÍ sendi út tilkynningu þess efnis að Heimir Hallgrímsson hefði ákveðið að semja ekki aftur og væri því formlega hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins sem hann hefur stýrt síðan 2011, fyrst samhliða Lars Lagerbäck og síðar sem aðalþjálfari. „Það eru nokkrir dagar síðan að ég tjáði Guðna að þetta væri minn hugur. Við ákváðum svo bara að klára málið þegar að hann kæmi eftir úrslitaleikinn. Það eru einhverjir dagar síðan,“ sagði Heimir í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir hélt sjálfur blaðamannafund í morgun þar sem að honum fannst hann verða að kveðja á góðum nótum en það sem stendur upp úr hjá honum er í hversu góðri stöðu liðið er í nú þegar kaflaskil eiga sér stað. Sjálfur veit hann ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelm„Ég hugsa að ég skrái mig nú fyrst í tólfuna og mæti á leiki. Þetta er eitthvað sem að ég vissi ða myndi gerast. Það sem ég er svo sáttur við í dag er að geta skilað þessu af mér í þessari stöðu sem það er. Ekki bara liðið heldur er öll umgjörð á svo góðum stað. Það eru forréttindi." Enginn þekkir íslenska liðið; leikmenn, starfslið og umgjörðina betur en Eyjamaðurinn og því væri eðlilegt að KSÍ myndi að minnsta kosti leita ráða hjá honum í ráðningarferli eftirmannsins. „Ég mun gera allt sem ég er beðinn um að gera. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara. Sem betur fer. Ef það er leitað til mín mun ég að sjálfsögðu aðstoða sambandið með öllu sem ég get,“ sagði hann. Heimir segir að einhver lið hafi spurst fyrir um hann á síðustu dögum en ekkert sem er nógu merkilegt að ræða. En, þegar að hann lítur til baka á árin sjö, hver er stærsta stundin á landsliðsþjálfaraferlinum? „Að hafa náð að vinna þennan riðil hérna heima á móti Kósóvó var persónulega fyrir mig sem þjálfari alveg risastór stund. Ætli það standi ekki upp úr að hafa náð að afreka það að hafa verið fyrsti íslenski þjálfarinn til að koma liðinu á HM. Það hlýtur að vera stærsta stundin á mínum ferli,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15