„Ég vil bara faðma hann“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 11:47 Björgunaraðilar ferja fyrstu tvo drengina sem bjargað var úr hellinum um borð í þyrlu. Vísir/EPA Faðir eins þeirra drengja sem fastir voru í hellinum í Taílandi segir að hann bíði eftir að fá að faðma son sinn og segja honum hvað hann sé hamingusamur að sonurinn hafi komist út heill á húfi. Faðirinn beið fyrir utan hellinn á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Adisak Wongsukchan er faðir hins fjórtán ára gamla Akarat Wongsukchan sem dvaldi í hellinum í sautján daga og var meðal þeirra sem komu út úr hellinum í fyrradag. Hann var fluttur rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann bíður nú eftir leyfi til þess að hitta foreldra sína. Adisak dvaldi sem fyrr segir við hellinn ásamt öðrum foreldrum þar sem þeir biðu eftir fregnum. Í viðtali við CNN segist hann hafa haft miklar áhyggjur af því hvort að það tækist að bjarga strákunum, hvernig honum myndi líða í myrkrinu og hvort þeir hefðu vatn og mat til þess að næra sig.Þessar áhyggjur þurrkuðust þó út þegar syni hans og þeim sem eftir voru í hellinum var bjargað út, heilum á húfi. Er hópurinn allur í ágætu ásigkomulagi miðað við að hafa dvalið í helli allan þann tíma. Er þjálfaranum meðal annars þakkað fyrir hversu vel drengirnir eru á sig komnir.Varð eftir með foreldrum þeirra sem enn biðuÍ samtali við CNN segist Adisak vera gríðarlega þakklátur fyrir þá alþjóðlegu björgunaraðgerð sem farið var í til þess að finna og bjarga drengjunum. Þakkar hann taílenska konungnum og ríkisstjórninni fyrir hversu fljótt var gripið til aðgerða.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég sé hamingjusamur,“ sagði Adisak sem beið við hellinn ásamt foreldrum þeirra drengja sem bjargað var út í gær, þrátt fyrir að sonur hans væri þegar kominn út.„Ég lofaði hinum foreldrunum að við myndum bíða og fara saman frá hellinum. Ég ætlaði ekki að skilja þau eftir, við vorum í þessu saman,“ sagði Adisak.Þegar síðustu drengjunum og þjálfaranum var bjargað út hélt Adisak á spítalann í von um að sjá son sinn. Áður en hann yfirgaf svæðið þakkaði hann öllum þeim sem urðu á vegi hans og tóku þátt í björgunaraðgerðinni.Bíður hann nú eftir að læknar gefi grænt ljós á að hann fái að hitta son sinn.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég er hamingjusamur.“ Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Faðir eins þeirra drengja sem fastir voru í hellinum í Taílandi segir að hann bíði eftir að fá að faðma son sinn og segja honum hvað hann sé hamingusamur að sonurinn hafi komist út heill á húfi. Faðirinn beið fyrir utan hellinn á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Adisak Wongsukchan er faðir hins fjórtán ára gamla Akarat Wongsukchan sem dvaldi í hellinum í sautján daga og var meðal þeirra sem komu út úr hellinum í fyrradag. Hann var fluttur rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann bíður nú eftir leyfi til þess að hitta foreldra sína. Adisak dvaldi sem fyrr segir við hellinn ásamt öðrum foreldrum þar sem þeir biðu eftir fregnum. Í viðtali við CNN segist hann hafa haft miklar áhyggjur af því hvort að það tækist að bjarga strákunum, hvernig honum myndi líða í myrkrinu og hvort þeir hefðu vatn og mat til þess að næra sig.Þessar áhyggjur þurrkuðust þó út þegar syni hans og þeim sem eftir voru í hellinum var bjargað út, heilum á húfi. Er hópurinn allur í ágætu ásigkomulagi miðað við að hafa dvalið í helli allan þann tíma. Er þjálfaranum meðal annars þakkað fyrir hversu vel drengirnir eru á sig komnir.Varð eftir með foreldrum þeirra sem enn biðuÍ samtali við CNN segist Adisak vera gríðarlega þakklátur fyrir þá alþjóðlegu björgunaraðgerð sem farið var í til þess að finna og bjarga drengjunum. Þakkar hann taílenska konungnum og ríkisstjórninni fyrir hversu fljótt var gripið til aðgerða.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég sé hamingjusamur,“ sagði Adisak sem beið við hellinn ásamt foreldrum þeirra drengja sem bjargað var út í gær, þrátt fyrir að sonur hans væri þegar kominn út.„Ég lofaði hinum foreldrunum að við myndum bíða og fara saman frá hellinum. Ég ætlaði ekki að skilja þau eftir, við vorum í þessu saman,“ sagði Adisak.Þegar síðustu drengjunum og þjálfaranum var bjargað út hélt Adisak á spítalann í von um að sjá son sinn. Áður en hann yfirgaf svæðið þakkaði hann öllum þeim sem urðu á vegi hans og tóku þátt í björgunaraðgerðinni.Bíður hann nú eftir að læknar gefi grænt ljós á að hann fái að hitta son sinn.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég er hamingjusamur.“
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27