Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsins Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 10. júlí 2018 19:03 Geimfarið á að lenda á tunglinu í febrúar Vísir/Getty Ísraelsk sjálfseignarstofnun, SpaceIL, segist reiðubúin að senda fyrsta geimfarið í einkaeigu til tunglsins. Til stendur að skjóta farinu á loft á þessu ári og lenda á tunglinu í febrúar á því næsta. Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins. Suður-Afríski milljarðamæringurinn Morris Kahn, sem er af gyðingaættum og með ísraelskt vegabréf, er sagður hafa lagt til stóran hlut af því fé sem þurfti til að draumurinn yrði að veruleika. SpaceIL hefur varið minnst 88 milljónum dollara í að hanna og byggja geimfarið, sem nemur tæpum tíu milljörðum íslenskra króna. Það verður um tveir metrar að þvermáli, einn og hálfur meter að hæð og vegur aðeins 585 kíló. Þar af eru 400 kíló af eldsneyti. Til að uppfylla skilmála XPrice verðlaunanna var geimfarið hannað til að lenda á tunglinu en hoppa síðan aftur upp og lenda í 500 metra fjarlægð. Gangi áætlun SpaceIL eftir verður Ísrael fjórða ríki heims til að lenda á tunglinu á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Fari allt á versta veg eru enn fjórir hópar eftir í kapphlaupinu um að koma fyrsta geimfarinu á einkavegum til tunglsins. Einn hópurinn er alþjóðlegur, einn bandarískur, einn indverskur og einn frá Japan. Ísraelsmenn hafa aðeins átt einn geimfara í sögunni, Ilan Ramon. Hann fórst með geimfarinu Columbia skammt frá bænum Palestine í Texas árið 2003. Vísindi Tengdar fréttir Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina. 2. apríl 2018 15:00 NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Lítið er sagt þurfa að bregða út af til að aðferð sem SpaceX notar til að auka kraft eldflauga sinna geti endað með sprengingu. 7. maí 2018 16:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Ísraelsk sjálfseignarstofnun, SpaceIL, segist reiðubúin að senda fyrsta geimfarið í einkaeigu til tunglsins. Til stendur að skjóta farinu á loft á þessu ári og lenda á tunglinu í febrúar á því næsta. Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins. Suður-Afríski milljarðamæringurinn Morris Kahn, sem er af gyðingaættum og með ísraelskt vegabréf, er sagður hafa lagt til stóran hlut af því fé sem þurfti til að draumurinn yrði að veruleika. SpaceIL hefur varið minnst 88 milljónum dollara í að hanna og byggja geimfarið, sem nemur tæpum tíu milljörðum íslenskra króna. Það verður um tveir metrar að þvermáli, einn og hálfur meter að hæð og vegur aðeins 585 kíló. Þar af eru 400 kíló af eldsneyti. Til að uppfylla skilmála XPrice verðlaunanna var geimfarið hannað til að lenda á tunglinu en hoppa síðan aftur upp og lenda í 500 metra fjarlægð. Gangi áætlun SpaceIL eftir verður Ísrael fjórða ríki heims til að lenda á tunglinu á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Fari allt á versta veg eru enn fjórir hópar eftir í kapphlaupinu um að koma fyrsta geimfarinu á einkavegum til tunglsins. Einn hópurinn er alþjóðlegur, einn bandarískur, einn indverskur og einn frá Japan. Ísraelsmenn hafa aðeins átt einn geimfara í sögunni, Ilan Ramon. Hann fórst með geimfarinu Columbia skammt frá bænum Palestine í Texas árið 2003.
Vísindi Tengdar fréttir Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina. 2. apríl 2018 15:00 NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Lítið er sagt þurfa að bregða út af til að aðferð sem SpaceX notar til að auka kraft eldflauga sinna geti endað með sprengingu. 7. maí 2018 16:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45
Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina. 2. apríl 2018 15:00
NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Lítið er sagt þurfa að bregða út af til að aðferð sem SpaceX notar til að auka kraft eldflauga sinna geti endað með sprengingu. 7. maí 2018 16:14