Juventus býður í nýjasta undrabarn Norðmanna og Man Utd hefur líka áhuga Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. júlí 2018 13:30 Erling Håland er fæddur árið 2000 vísir/getty Ítalska stórveldið Juventus hefur bæst í kapphlaupið um norska undrabarnið Erling Braut Håland og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Juve búið að leggja fimm milljón evra kauptilboð inn á borð Molde. Håland þessi hefur farið mikinn í norsku úrvalsdeildinni að undanförnu en hann hefur skorað alls átta mörk í 14 leikjum í Eliteserien á tímabilinu. Hann skoraði fjögur mörk á sautján mínútum í 4-0 sigri á Brann þann 1.júlí síðastliðinn og hélt uppteknum hætti í 5-1 sigri á Valerenga í fyrradag þar sem hann skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt. Meðal áhorfenda á þeim leik voru forráðamenn Juventus en ítalska félagið hefur haft auga á pilti undanfarin ár, líkt og fleiri stórlið á borð við Man Utd en þjálfari Håland hjá Molde er Man Utd goðsögnin Ole Gunnar Solskjær. Juventus sendi þó ekki sína allra bestu menn þar sem framkvæmdastjórinn Giuseppe Marotta og yfirmaður íþróttamála Fabio Paratici vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá kaupum á Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. Man Utd hefur einnig áhuga á syni fyrrum erkifjanda félagsinsErling er fæddur í Leeds árið 2000 en þá lék pabbi hans, Alf-Inge Håland með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni og hefur Erling látið hafa eftir sér að hans draumur sé að vinna ensku úrvalsdeildina með Leeds United, sem leikur nú í ensku B-deildinni. Alf-Inge Håland átti ágætan feril í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, Leeds og Manchester City en nafn hans er helst minnst vegna samskipta hans við Manchester United goðsögnina Roy Keane. Alf-Inge sakaði Keane eitt sinn um leikaraskap í leik Leeds og Man Utd árið 1997 og átti Keane eftir að hefna fyrir það nokkrum árum síðar, eða árið 2001 í grannaslag Man Utd og Man City með glæfralegri tæklingu. Alf-Inge neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun vegna hnémeiðsla árið 2003 en þau eru þó ekki rakin beint til tæklingar Keane eins og gjarnan hefur verið talað um. Í kjölfar áhuga Man Utd á Erling hafa verið rifjuð upp ýmis ummæli sem Alf-Inge lét hafa eftir sér um Man Utd á þeim tíma sem hann lék fyrir Leeds og Man City en Alf-Inge var ekki bara óvinur Keane heldur fór hann aldrei leynt með hatur sitt á Man Utd. „Hann (Erling) er líklega ekki harðasti Manchester United stuðningsmaður í heimi. En ef þeir koma bankandi á dyrnar eru ekki margir sem geta sagt nei,“ sagði Ole Gunnar Solskjær þegar hann var spurður út í þessa umræðu.Erling Håland is the son of former Leeds and City player Alf Inge Håland. He has a history with Roy Kane https://t.co/e7sfP0nm9J— hash (@hashim0307) July 7, 2018 Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Ítalska stórveldið Juventus hefur bæst í kapphlaupið um norska undrabarnið Erling Braut Håland og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Juve búið að leggja fimm milljón evra kauptilboð inn á borð Molde. Håland þessi hefur farið mikinn í norsku úrvalsdeildinni að undanförnu en hann hefur skorað alls átta mörk í 14 leikjum í Eliteserien á tímabilinu. Hann skoraði fjögur mörk á sautján mínútum í 4-0 sigri á Brann þann 1.júlí síðastliðinn og hélt uppteknum hætti í 5-1 sigri á Valerenga í fyrradag þar sem hann skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt. Meðal áhorfenda á þeim leik voru forráðamenn Juventus en ítalska félagið hefur haft auga á pilti undanfarin ár, líkt og fleiri stórlið á borð við Man Utd en þjálfari Håland hjá Molde er Man Utd goðsögnin Ole Gunnar Solskjær. Juventus sendi þó ekki sína allra bestu menn þar sem framkvæmdastjórinn Giuseppe Marotta og yfirmaður íþróttamála Fabio Paratici vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá kaupum á Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. Man Utd hefur einnig áhuga á syni fyrrum erkifjanda félagsinsErling er fæddur í Leeds árið 2000 en þá lék pabbi hans, Alf-Inge Håland með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni og hefur Erling látið hafa eftir sér að hans draumur sé að vinna ensku úrvalsdeildina með Leeds United, sem leikur nú í ensku B-deildinni. Alf-Inge Håland átti ágætan feril í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, Leeds og Manchester City en nafn hans er helst minnst vegna samskipta hans við Manchester United goðsögnina Roy Keane. Alf-Inge sakaði Keane eitt sinn um leikaraskap í leik Leeds og Man Utd árið 1997 og átti Keane eftir að hefna fyrir það nokkrum árum síðar, eða árið 2001 í grannaslag Man Utd og Man City með glæfralegri tæklingu. Alf-Inge neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun vegna hnémeiðsla árið 2003 en þau eru þó ekki rakin beint til tæklingar Keane eins og gjarnan hefur verið talað um. Í kjölfar áhuga Man Utd á Erling hafa verið rifjuð upp ýmis ummæli sem Alf-Inge lét hafa eftir sér um Man Utd á þeim tíma sem hann lék fyrir Leeds og Man City en Alf-Inge var ekki bara óvinur Keane heldur fór hann aldrei leynt með hatur sitt á Man Utd. „Hann (Erling) er líklega ekki harðasti Manchester United stuðningsmaður í heimi. En ef þeir koma bankandi á dyrnar eru ekki margir sem geta sagt nei,“ sagði Ole Gunnar Solskjær þegar hann var spurður út í þessa umræðu.Erling Håland is the son of former Leeds and City player Alf Inge Håland. He has a history with Roy Kane https://t.co/e7sfP0nm9J— hash (@hashim0307) July 7, 2018
Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira