Fótbolti

Verður Hólmar liðsfélagi Kolbeins?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hólmar gæti fengið stærra hlutverk í landsliðinu á næstu árum
Hólmar gæti fengið stærra hlutverk í landsliðinu á næstu árum Vísir/Vilhelm
Hólmar Örn Eyjólfsson gæti orðið liðsfélagi Kolbeins Sigþórssonar á næsta tímabili. Fótbolti.net greinir frá því í gegnum búlgarska miðilinn Sportal að Nantes hafi áhuga á að kaupa Hólmar.

Hólmar Örn hefur verið öflugur í vörn Levski Sofia sem vann Botev Plovdiv í fyrstu umferð búlgörsku deildarinnar um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum Sportal verður útsendari Nantes á vellinum þegar liðið tekur á móti Cherno More Varna á mánudag.

Portúgalinn Miguel Cardoso tók við stöðu knattspyrnustjóra Nantes í sumar. Liðið endaði í 9. sæti frönsku deildarinnar í vor.

Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá Nantes og var hann farinn að spila með varaliði liðsins í vor eftir erfið meiðsli.

Hólmar er 27 ára og var í íslenska landsliðshópnum á HM í Rússlandi. Hann kom þó ekkert við sögu í leikjum Íslands en gæti fengið stærra hlutverk í komandi leikjum þar sem breytingar eru á landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×