Valur tapaði í Andorra Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2018 19:45 Valsmenn töpuðu í Andorra. vísir/bára Valur er 1-0 undir eftir fyrri leikinn gegn Santa Coloma frá Andorra í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikið var í Andorra í dag á nokkuð skrautlegum velli en vallarstæðið í kringum völlinn var ansi athyglivert. Valsmenn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik en náðu ekki að skora. Mikil harka var í leiknum og voru heimamenn vel gíraðir. Áfram héldu meistararnir að sækja en um miðjan síðari hálfleikinn byrjuðu heimamenn að að sækja meira. Þeir uppskáru eftir því. Þeir komust yfir með marki Marc Rebés á 72. mínútu en boltinn barst til hans eftir hornspyrnu heimamanna. 1-0 lokatölur í Andorra. Liðið mætast aftur eftir viku á Origo-vellinum en ljóst er að Valur er þó enn í ágætis málum þrátt fyrir tap í kvöld. Þeir fóru illa með nokkur góð færi og ættu að geta skorað mark eða mörk í síðari leiknum. Evrópudeild UEFA
Valur er 1-0 undir eftir fyrri leikinn gegn Santa Coloma frá Andorra í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikið var í Andorra í dag á nokkuð skrautlegum velli en vallarstæðið í kringum völlinn var ansi athyglivert. Valsmenn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik en náðu ekki að skora. Mikil harka var í leiknum og voru heimamenn vel gíraðir. Áfram héldu meistararnir að sækja en um miðjan síðari hálfleikinn byrjuðu heimamenn að að sækja meira. Þeir uppskáru eftir því. Þeir komust yfir með marki Marc Rebés á 72. mínútu en boltinn barst til hans eftir hornspyrnu heimamanna. 1-0 lokatölur í Andorra. Liðið mætast aftur eftir viku á Origo-vellinum en ljóst er að Valur er þó enn í ágætis málum þrátt fyrir tap í kvöld. Þeir fóru illa með nokkur góð færi og ættu að geta skorað mark eða mörk í síðari leiknum.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“