Fótbolti

Ógnandi framkoma, kúgun og einelti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andreas Heraf les hér yfir hausmótunum á Rosie White.
Andreas Heraf les hér yfir hausmótunum á Rosie White. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Nýja-Sjálands er að leita sér að nýjum landsliðsþjálfara kvenna eftir að Austurríkismaðurinn Andreas Heraf sagði starfi sínu lausu.

Starfslok Andreas Heraf komu ekki að góðu en þrettán landsliðskonur neituðu að spila undir hans stjórn.

Leikmennirnir skrifuðu til knattspyrnusambands Nýja Sjálands í sumar og kvörtuðu undan framkomu Andreas Heraf.





Blaðamaður New Zealand Herald hefur heimildir fyrir því að þar hafi landsliðskonurnar sakað þjálfarann sinn meðal annars um „ógnandi framkomu, kúgun og einelti“ og að það hafi verið mikill ótti meðal leikmanna liðsins.

Andreas Heraf er fimmtugur og hafði verið í leyfi frá störfum frá því í júní á meðan knattspyrnusamnbandið fór yfir hans störf og kannaði umhverfið innan landsliðsins.

Eftir að niðurstöður rannsóknarinn bárust Andreas Heraf ákvað hann að segja upp.

Andreas Heraf var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála í apríl 2017 og tók síðan við sem landsliðsþjálfari í desember síðastliðnum. Hann stýrði liðinu í þremur leikjum og þeir töpuðu allir, tveir þeirra voru á móti Skotlandi en einn á móti Japan.

Þetta var í fyrsta sinn sem Heraf þjálfaði konur en hann varð áður unglingalandsliðsþjálfari hjá Austurríki frá 2008 til 2017, fyrst með 20 ára liðið en svo með 17 ára liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×