„Mikilvægt skref“ fyrir Hafnfirðinga að losna loks við raflínurnar segir bæjarstjóri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:45 Flutningur tveggja háspennulína mun marka tímamót og er mikill áfangi fyrir Hafnfirðinga að sögn bæjarstjóra. Fyrirhuguð framkvæmd við flutning raflínanna hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. Bygging nýrrar háspennulínu frá Hamranesi um Sandskeið er forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og flytja svokallaðar Ísallínur fjær byggð í Vallahverfi í Hafnarfirði. Til stendur að þar sem raflínurnar liggja nú verði reist íbúðabyggð fyrir um 2-3 þúsund manns. Flutningur línanna hefur staðið til í á annan áratug að sögn Haralds L. Haraldssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem fagnar því að Landsnet hafi loks um helgina auglýst útboð í verkið. Íbúar í Hafnarfirði hafa lengi þrýst á að línurnar verði fjarlægðar. „Þeim var lofað því, þeir íbúar sem búa næst línunum hérna á Völlunum, þeim var lofað því að þessar línur væru farnar í dag þannig að þetta eru alveg stórt mál hjá okkur tímamót að núna skuli verið að bjóða út þetta verk,“ segir Haraldur í samtali við Stöð 2.„Alvarlegt mál“ ef úrskurðurinn setur strik í reikninginn Samkvæmt samningi við Landsnet ættu línurnar að víkja þegar á þessu ári að sögn Haraldar. „En það er ljóst miðað við það að framkvæmdir eru ekki byrjaðar en eru vonandi að fara af stað núna, þannig að við sjáum að þær ættu þá að vera farnar á næsta ári.“ Þótt Hafnfirðingar fagni áformunum hefur framkvæmdin þó verið nokkuð umdeild. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gefið út framkvæmdaleyfi fyrir línulögnunum en Náttúruverndarsamtök hafa kært áformin til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, meðal annars vegna þess að nýjar línur koma til með að liggja nærri vatnsverndarsvæði. Úrskurðar er að vænta í næsta mánuði. „Ég treysti því að þetta verk sé vel undirbúið og þau gögn sem að ég hef séð og við höfum farið yfir, að þá teljum við að þetta eigi alveg að standast þann úrskurð. En það væri mjög alvarlegt mál ef það gerði það ekki,“ segir Haraldur. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Flutningur tveggja háspennulína mun marka tímamót og er mikill áfangi fyrir Hafnfirðinga að sögn bæjarstjóra. Fyrirhuguð framkvæmd við flutning raflínanna hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. Bygging nýrrar háspennulínu frá Hamranesi um Sandskeið er forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og flytja svokallaðar Ísallínur fjær byggð í Vallahverfi í Hafnarfirði. Til stendur að þar sem raflínurnar liggja nú verði reist íbúðabyggð fyrir um 2-3 þúsund manns. Flutningur línanna hefur staðið til í á annan áratug að sögn Haralds L. Haraldssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem fagnar því að Landsnet hafi loks um helgina auglýst útboð í verkið. Íbúar í Hafnarfirði hafa lengi þrýst á að línurnar verði fjarlægðar. „Þeim var lofað því, þeir íbúar sem búa næst línunum hérna á Völlunum, þeim var lofað því að þessar línur væru farnar í dag þannig að þetta eru alveg stórt mál hjá okkur tímamót að núna skuli verið að bjóða út þetta verk,“ segir Haraldur í samtali við Stöð 2.„Alvarlegt mál“ ef úrskurðurinn setur strik í reikninginn Samkvæmt samningi við Landsnet ættu línurnar að víkja þegar á þessu ári að sögn Haraldar. „En það er ljóst miðað við það að framkvæmdir eru ekki byrjaðar en eru vonandi að fara af stað núna, þannig að við sjáum að þær ættu þá að vera farnar á næsta ári.“ Þótt Hafnfirðingar fagni áformunum hefur framkvæmdin þó verið nokkuð umdeild. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gefið út framkvæmdaleyfi fyrir línulögnunum en Náttúruverndarsamtök hafa kært áformin til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, meðal annars vegna þess að nýjar línur koma til með að liggja nærri vatnsverndarsvæði. Úrskurðar er að vænta í næsta mánuði. „Ég treysti því að þetta verk sé vel undirbúið og þau gögn sem að ég hef séð og við höfum farið yfir, að þá teljum við að þetta eigi alveg að standast þann úrskurð. En það væri mjög alvarlegt mál ef það gerði það ekki,“ segir Haraldur.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira