Sport

Aníta lenti í stympingum við Svía og var dæmd úr keppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aníta var því miður dæmd úr keppni.
Aníta var því miður dæmd úr keppni. vísir/getty
Aníta Hinriksdóttir var dæmd úr keppni í 800 metra hlaupi á EM í Berlín. Aníta kláraði hlaupið en var dæmd úr keppni eftir hlaupið.

Aníta var sjötta í sínum undanriðli en í miðju hlaupi lenti hún í stimpingum við hina sænsku Lovisu Lindh. Það endaði með því að hún var dæmd úr leik.

Aníta kom hins vegar í mark á 2:03,43 og var eins og áður segir í sjötta sæti í sínum riðli sem var mun hægari en hinn undanriðillinn. Þrjár fóru áfram úr Anítu riðli en fimm í hinum.

Lovisa Lindh, sem Aníta lenti í stimpingum við, endaði í þriðja sæti í sínum undanriðli á 2:03,25. Hún komst þar af leiðandi áfram í úrslitahlaupið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×