Anníe Mist setti inn stutta kveðju á Instagram þar sem hún þakkaði fyrir sig eftir þessa hörðu keppni.
Anníe Mist lenti meira að segja í því að fá hjartsláttartruflanir og gaf aðeins eftir í lokin en það var aldrei í myndinni hjá henni að hætta eða gefast upp. Hún kláraði allar greinararnir og náði fimmta sætinu.
Það er áberandi hvað Anníe Mist gefur af sér í keppninni og þakkar alltaf áhorfendum vel fyrir stuðninginn eftir hverja grein. Þá virðist gengu máli skipta hvernig gekk eða hversu þreytt hún er.
Það er því ekki aðeins frábær árangur sem skilar Anníe Mist miklum vinsældum heldur einnig frábær framkoma.
Í kveðjunni sem má sjá hérna fyrir neðan þá má alveg lesa á milli línanna að okkar kona ætlaði sér meira en ná „bara“ fimmta sætinu.
„Níundu heimsleikar mínir eru á enda. Ég vil byrja á því að þakka öllum sem studdu mig og kvöttu mig áfram sama hvernig gekk. Þið hafið örugglega enga hugmynd um hversu mikils virði þessi stuðningur er fyrir mig í hvert skiðti sem ég er á gólfinu. Ég get varla trúað því hversu heppin ég er að hafa allt þetta fólk í kringum. Svo ég vil þakka ykkur öllum frá innstu hjartarótum.“
And just like that my 9th CrossFit Games have come to a close - I just want to start of by thanking everyone cheering for me and supporting me no matter what!! You have no idea how much it means to me every time I take that floor I can not believe how fortunate I am with the people I have around me - from the bottom of my heart THANK YOU! @thetrainingplan @activebacks
A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 6, 2018 at 8:08am PDT