Fótbolti

Sparkspekingur Svía ekki hrifinn af Hamren: „Lokið landamærunum og vekið víkingana“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Robert Laul, sparkspekingur í Svíþjóð, skilur ekkert í KSÍ um að vera í viðræðum við Erik Hamren og segist efast um að hann geri eins vel og Lars Lagerback.

Laul var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á útvarpsstöðinni X977 í gær þar sem hann ræddi við þá Tómas Þór Þórðarson, Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinrikson um Erik Hamren sem er sagður vera að taka við íslenska landsliðinu í fótbolta.

„Hamren er allt öðruvísi en Lars Lagerback. Lagerback er mjög taktískur, varkár og mjög stöðugur í sínum aðgerðum. Þegar Hamren var landsliðsþjálfari Svíðþjóðar var hann andstæðan við það," sagði Laul.

„Hann gerði miklar breytingar á milli leikja, hann var ekki með byrjunarlið sem hann treysti, hann átti í miklum erfiðleikum með varnarleikinn. Allt sem Lagerback gerði mjög vel, það heppnaðist ekki hjá Hamren."

„Ef við talið við sænska stuðningsmenn þá munu þeir segja ykkur að loka landamærunum, verja eyjuna frá Hamren, kallið í herinn, vekið víkingana. Gerið eitthvað. Þeir skilja ekki af hverju Ísland er að taka Hamren eftir það sem gerðist hjá Svíþjóð en þetta er álit stuðningsmannanna."

Umræðan um Hamren hefst á 19.30 en viðtalið við Laul á 35.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×