Fótbolti

Rúnar Páll: Lögðum okkur fram en uppskárum lítið nema góða reynslu

Anton Ingi Leifsson frá Parken skrifar
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. vísir/bára
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð upplitsdjarfur þrátt fyrir stórt tap gegn FCK á útivelli í forkeppni Evrópudeildarinnar.

FCK vann 5-0 sigur í síðari leik liðanna á Parken í kvöld en Danirnir voru sterkari á öllum sviðum fótboltans

„Þeir eru með þokkaleg gæði einn á móti einum. Við fáum okkur á okkur mark snemma og það er ekkert það skemmtilegasta,” sagði Rúnar eftir leikinn á Parken.

„Við reyndum hvað við gátum til þess að setja mark á þá. Mér fannst við fá ágætis færi í einvíginu en það tóks tekk iog svona er þetta bara.”

Staðan var markalaus eftir 45 mínútur á Samsung-vellinum í fyrri leiknum og rétt eins og í kvöld fengu Stjörnumenn þar góð færi og voru klaufar að nýta það ekki betur.

„Við spiluðum ágætis leik heima en mér fannst við klaufar í mörgum af þessum mörkum sem við vorum að búa til fyrir þá.”

„Þetta er bara munurinn á atvinnumönnum og hálf atvinnumönnum á Íslandi en ég er hrikalega ánægður með strákanna í báðum þessum viðureignum.”

Rúnar segist stoltur af strákunum en nú bíður þeirra erfið verkefni hér heima fyrir.

„Við lögðum okkur fram en uppskárum lítið nema góða reynslu og upplifun fyrir alla. Nú er þetta búið en það er nóg eftir af sumrinu,” en það er rétt hjá Rúnari. Stjarnan berst á toppi Pepsi-deildarinnar og í Mjólkurbikarnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×