Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Santa Coloma 3-0 | Valsmenn kláruðu verkefnið á heimavelli Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 2. ágúst 2018 23:15 Úr Evrópuleik Vals á síðasta tímabili. vísir/ernir Valur sló út Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð Evrópudeildarinnar á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Valsmenn snéru einvíginu sér í vil eftir að hafa tapað fyrri leiknum með einu marki og unnu sanngjarnan sigur, 3-0. Fyrri hálfleikurinn var eign Valsmanna. Það var greinilegt að gestirnir frá Andorra voru mættir til að verja forskotið, vörðust á mörgum mönnum og sóttu lítið. Valsliðið hélt boltanum vel innan liðsins og náði að skapa nokkur ágætis færi. Það hættulegasta átti Sigurður Egill Lárusson um miðbik hálfleiksins. Þá fékk hann sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Patrick Pedersen en Eloy Casals, markvörður Santa Coloma, varði vel. Gestirnir áttu eitt skot á markið í fyrri hálfleik. Þá skaut Juan Torres á markið fyrir utan teiginn en Anton Einarsson, markvörður Vals, átti ekki í neinum vandræðum með að verja það. Þrátt fyrir margar góðar tilraunir náðu Valsmenn ekki að koma boltanum í markið og var því markalaust í hálfleik. Valsmenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleiknum. Þeir uppskáru loksins mark á 53. mínútu þegar Bjarni Ólafur Eiríksson átti fyrirgjöf meðfram grasinu frá vinstri kanti. Sigurður Egill Lárusson náði að komast í boltann og hann lak í netið. Eftir markið datt leikurinn örlítið niður en Valsmenn héldu samt yfirhöndinni. Þegar þarna var komið við sögu var einvígið jafnt og bæði lið svolítið varkár. Annað mark Valsmanna var því kærkomið. Það skoraði Bjarni Ólafur beint úr aukapsyrnu rétt fyir utan teig. Boltinn breytti um stefnu þegar hann átti viðkomu í varnarveggnum og Casals kom engum vörnum við. Gestirnir sóttu aðeins í sig veðrið eftir mark Bjarna en sköpuðu lítið af færum. Þeir komust næst því að minnka muninn þegar Juan Torres fékk boltann inn í teig Valsmanna en slakt skot hans endaði fram hjá markinu. Varamaðurinn Andri Adolphson gulltryggði svo sigur Valsmanna í uppbótartíma. Hann fékk langa sendingu upp völlinn sem Casals komst í eftir að hafa hlaupið út úr teignum. Casals náði hins vegar ekki að koma boltanum nógu langt í burtu og náði Andri boltanum. Hann skaut boltanum yfir Casals, sem var ekki kominn aftur í markið, stöngin inn. Valsmenn eru því komnir áfram í 3. umferð og eru eina íslenska liðið sem kemst þangað.Af hverju vann Valur? Valsmenn stjórnuðu leiknum strax frá byrjun og spiluðu mun betur en í fyrri leik liðanna. Santa Coloma sótti lítið og ætluðu greinilega að verja forskotið sem þeir komu með til landsins. Þeir nýttu hvert tækifæri til að tefja leikinn og vinna sér inn tíma en Valsmenn gerðu vel og létu það lítið fara í taugarnar á sér. Valsmenn hefðu hæglega getað unnið stærri sigur og geta verið sáttir með frammistöðuna í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Nánast allt Valsliðið spilaði vel í kvöld. Sigurður Egill og Patrick Pedersen spiluðu vel fram á við ásamt Guðjón Pétri Lýðssyni. Haukur Páll var svo traustur á miðjunni en lítið reyndi á varnarlínu Vals í leiknum. Hjá gestunum var það helst Eloy Casals, markvörður liðsins, sem átti fínan leik en hann hélt þeim inn í leiknum framan af með góðum vörslum.Hvað gekk illa? Gestirnir áttu í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins og sköpuðu afar fá marktækifæri. Ef það er eitthvað hægt að setja út á leik Valsmanna er það að þeir hefðu mátt nýta færin sín betur. Leikurinn var einstefna að marki gestanna og hefðu Valsmenn átt að vinna stærri sigur í kvöld.Hvað gerist næst? Valsmenn eru nú komnir áfram í 3. umferð Evrópudeildarinnar og mæta þar Sheriff frá Moldavíu. Fyrri leikurinn fer fram ytra fimmtudaginn 9. ágúst og sá síðari á Hlíðarenda viku síðar. Valsmenn þurfa að vinna það einvígi og eitt til viðbótar til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Haukur Páll: Fórum ekkert á límingunumHaukur Páll Sigurðssonvísir/báraFyrirliði Vals, Haukur Páll Sigurðsson, var sáttur eftir leikinn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með þennan leik eftir að hafa spilað dapurlega í Andorra. Það er hrikalega mikilvægt að komast áfram.“ „Við vorum ofan á í öllum aðgerðum í kvöld. Við létum boltann vinna miklu betur en í fyrr leiknum og jukum hraðann um nokkur stig. Við vorum ólíkir sjálfum okkur í Andorra og ætluðum að kvitta fyrir þann leik, það tókst,“ sagði Haukur Páll. Gestirnir frá Andorra vörðust vel í byrjun leiks en sóttu lítið. „Við drifum okkur ekki í neinum aðgerðurm. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisvinna. Það var markalaust í hálfleik en við fórum ekkert á límingunum og héldum okkur við okkar leikplan,“ en Valsmenn létu tilraunir gestanna til að tefja leikinn fyrri hluta hans lítið á sig fá. Hvernig metur Haukur Páll möguleika liðsins í næsta umferð? „Það er krefjandi verkefni á móti mjög góðu liði sem fór í riðlakeppnina í fyrra. En við sýndum það á móti Rosenborg að við getum staðið í toppliðunum í Evrópu. Við þurfum að spila mjög agaðan leik og munum fara út til að ná í góð úrslit fyrir seinni leikinn.“ Sigurbjörn Hreiðars: Það reyndi á skandinavísku þolinmæðinaSigurbjörn ásamt Ólafi Jóhannssyni.Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var að vonum sáttur í leikslok „Þetta var þolinmæðisverk. Við þurftum bara fyrsta markið og þá opnuðust flógáttir, við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sigurbjörn eftir leikinn. Sigurbjörn stýrði liðinu af hliðarlínunni í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, aðalþjálfara liðsins. Ólafur tók út bann sem hann hlaut eftir viðureign Vals og Rosenborgar og í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Sigurbirni var létt í leikslok. „Við vorum klaufar að tapa fyrir þeim úti. Það hafa mætt skemmtilegri fótboltalið hingað til lands. Spiltíminn var svona tíu mínútur í fyrri hálfleik. Þeir lágu út um allan völl og markmaðurinn tók tvo, þrjá hringi í kringum markið þegar hann tók útspörk. Það reyndi aðeins á skandinavísku þolinmæðina,“ sagði Sigurbjörn en það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir ætluðu sér að verja forskotið úr fyrri leiknum og sóttu lítið sem ekkert. Sigurbjörn var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri leiknum ytra en hans menn stjórnuðu leiknum í kvöld. „Við spiluðum boltanum hraðar og vorum agressívir. Við nýttum opnanirnar betur, við komumst ekki í neinar opnanir úti. Völlurinn þar er tíu metrum mjórri og tíu metrun styttri þannig að þeir náðu að loka vel á okkur þar. Við erum góðir á heimavelli og keyrðum á þá. Við unnum þetta mjög sanngjarnt.“ Valsmenn halda uppi heiðri íslensku liðanna í Evrópukeppninni þetta árið en þeir eru eina liðið sem hefur ekki dottið úr keppni. Valsmenn mæta moldóvska liðinu Sheriff í næstu umferð. „Það er spennandi en erfitt verkefni. Við mætum hörkuliði þar. Ég er aðeins búinn að sjá þá og við erum að fara að mæta alvöru atvinnumannaliði,“ sagði Sigurbjörn um aðstæðingana sem bíða Vals. Fyrri leikurinn fer fram í Moldóvíu eftir viku. Evrópudeild UEFA
Valur sló út Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð Evrópudeildarinnar á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Valsmenn snéru einvíginu sér í vil eftir að hafa tapað fyrri leiknum með einu marki og unnu sanngjarnan sigur, 3-0. Fyrri hálfleikurinn var eign Valsmanna. Það var greinilegt að gestirnir frá Andorra voru mættir til að verja forskotið, vörðust á mörgum mönnum og sóttu lítið. Valsliðið hélt boltanum vel innan liðsins og náði að skapa nokkur ágætis færi. Það hættulegasta átti Sigurður Egill Lárusson um miðbik hálfleiksins. Þá fékk hann sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Patrick Pedersen en Eloy Casals, markvörður Santa Coloma, varði vel. Gestirnir áttu eitt skot á markið í fyrri hálfleik. Þá skaut Juan Torres á markið fyrir utan teiginn en Anton Einarsson, markvörður Vals, átti ekki í neinum vandræðum með að verja það. Þrátt fyrir margar góðar tilraunir náðu Valsmenn ekki að koma boltanum í markið og var því markalaust í hálfleik. Valsmenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleiknum. Þeir uppskáru loksins mark á 53. mínútu þegar Bjarni Ólafur Eiríksson átti fyrirgjöf meðfram grasinu frá vinstri kanti. Sigurður Egill Lárusson náði að komast í boltann og hann lak í netið. Eftir markið datt leikurinn örlítið niður en Valsmenn héldu samt yfirhöndinni. Þegar þarna var komið við sögu var einvígið jafnt og bæði lið svolítið varkár. Annað mark Valsmanna var því kærkomið. Það skoraði Bjarni Ólafur beint úr aukapsyrnu rétt fyir utan teig. Boltinn breytti um stefnu þegar hann átti viðkomu í varnarveggnum og Casals kom engum vörnum við. Gestirnir sóttu aðeins í sig veðrið eftir mark Bjarna en sköpuðu lítið af færum. Þeir komust næst því að minnka muninn þegar Juan Torres fékk boltann inn í teig Valsmanna en slakt skot hans endaði fram hjá markinu. Varamaðurinn Andri Adolphson gulltryggði svo sigur Valsmanna í uppbótartíma. Hann fékk langa sendingu upp völlinn sem Casals komst í eftir að hafa hlaupið út úr teignum. Casals náði hins vegar ekki að koma boltanum nógu langt í burtu og náði Andri boltanum. Hann skaut boltanum yfir Casals, sem var ekki kominn aftur í markið, stöngin inn. Valsmenn eru því komnir áfram í 3. umferð og eru eina íslenska liðið sem kemst þangað.Af hverju vann Valur? Valsmenn stjórnuðu leiknum strax frá byrjun og spiluðu mun betur en í fyrri leik liðanna. Santa Coloma sótti lítið og ætluðu greinilega að verja forskotið sem þeir komu með til landsins. Þeir nýttu hvert tækifæri til að tefja leikinn og vinna sér inn tíma en Valsmenn gerðu vel og létu það lítið fara í taugarnar á sér. Valsmenn hefðu hæglega getað unnið stærri sigur og geta verið sáttir með frammistöðuna í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Nánast allt Valsliðið spilaði vel í kvöld. Sigurður Egill og Patrick Pedersen spiluðu vel fram á við ásamt Guðjón Pétri Lýðssyni. Haukur Páll var svo traustur á miðjunni en lítið reyndi á varnarlínu Vals í leiknum. Hjá gestunum var það helst Eloy Casals, markvörður liðsins, sem átti fínan leik en hann hélt þeim inn í leiknum framan af með góðum vörslum.Hvað gekk illa? Gestirnir áttu í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins og sköpuðu afar fá marktækifæri. Ef það er eitthvað hægt að setja út á leik Valsmanna er það að þeir hefðu mátt nýta færin sín betur. Leikurinn var einstefna að marki gestanna og hefðu Valsmenn átt að vinna stærri sigur í kvöld.Hvað gerist næst? Valsmenn eru nú komnir áfram í 3. umferð Evrópudeildarinnar og mæta þar Sheriff frá Moldavíu. Fyrri leikurinn fer fram ytra fimmtudaginn 9. ágúst og sá síðari á Hlíðarenda viku síðar. Valsmenn þurfa að vinna það einvígi og eitt til viðbótar til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Haukur Páll: Fórum ekkert á límingunumHaukur Páll Sigurðssonvísir/báraFyrirliði Vals, Haukur Páll Sigurðsson, var sáttur eftir leikinn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með þennan leik eftir að hafa spilað dapurlega í Andorra. Það er hrikalega mikilvægt að komast áfram.“ „Við vorum ofan á í öllum aðgerðum í kvöld. Við létum boltann vinna miklu betur en í fyrr leiknum og jukum hraðann um nokkur stig. Við vorum ólíkir sjálfum okkur í Andorra og ætluðum að kvitta fyrir þann leik, það tókst,“ sagði Haukur Páll. Gestirnir frá Andorra vörðust vel í byrjun leiks en sóttu lítið. „Við drifum okkur ekki í neinum aðgerðurm. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisvinna. Það var markalaust í hálfleik en við fórum ekkert á límingunum og héldum okkur við okkar leikplan,“ en Valsmenn létu tilraunir gestanna til að tefja leikinn fyrri hluta hans lítið á sig fá. Hvernig metur Haukur Páll möguleika liðsins í næsta umferð? „Það er krefjandi verkefni á móti mjög góðu liði sem fór í riðlakeppnina í fyrra. En við sýndum það á móti Rosenborg að við getum staðið í toppliðunum í Evrópu. Við þurfum að spila mjög agaðan leik og munum fara út til að ná í góð úrslit fyrir seinni leikinn.“ Sigurbjörn Hreiðars: Það reyndi á skandinavísku þolinmæðinaSigurbjörn ásamt Ólafi Jóhannssyni.Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var að vonum sáttur í leikslok „Þetta var þolinmæðisverk. Við þurftum bara fyrsta markið og þá opnuðust flógáttir, við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sigurbjörn eftir leikinn. Sigurbjörn stýrði liðinu af hliðarlínunni í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, aðalþjálfara liðsins. Ólafur tók út bann sem hann hlaut eftir viðureign Vals og Rosenborgar og í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Sigurbirni var létt í leikslok. „Við vorum klaufar að tapa fyrir þeim úti. Það hafa mætt skemmtilegri fótboltalið hingað til lands. Spiltíminn var svona tíu mínútur í fyrri hálfleik. Þeir lágu út um allan völl og markmaðurinn tók tvo, þrjá hringi í kringum markið þegar hann tók útspörk. Það reyndi aðeins á skandinavísku þolinmæðina,“ sagði Sigurbjörn en það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir ætluðu sér að verja forskotið úr fyrri leiknum og sóttu lítið sem ekkert. Sigurbjörn var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri leiknum ytra en hans menn stjórnuðu leiknum í kvöld. „Við spiluðum boltanum hraðar og vorum agressívir. Við nýttum opnanirnar betur, við komumst ekki í neinar opnanir úti. Völlurinn þar er tíu metrum mjórri og tíu metrun styttri þannig að þeir náðu að loka vel á okkur þar. Við erum góðir á heimavelli og keyrðum á þá. Við unnum þetta mjög sanngjarnt.“ Valsmenn halda uppi heiðri íslensku liðanna í Evrópukeppninni þetta árið en þeir eru eina liðið sem hefur ekki dottið úr keppni. Valsmenn mæta moldóvska liðinu Sheriff í næstu umferð. „Það er spennandi en erfitt verkefni. Við mætum hörkuliði þar. Ég er aðeins búinn að sjá þá og við erum að fara að mæta alvöru atvinnumannaliði,“ sagði Sigurbjörn um aðstæðingana sem bíða Vals. Fyrri leikurinn fer fram í Moldóvíu eftir viku.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“