Erlent

Leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjóra CBS

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári.
Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári. Vísir/getty

Í desember tilkynntti kona Lögregluyfirvöldum í Los Angeles að Leslie Moonves, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar CBS til tíu ára, hefði þrívegis brotið á sér. 



Fréttastofan NBC hefur þessar upplýsingar frá saksóknaraembættinu í Los Angeles. Moonves er gefið að sök að hafa þvingað konuna til munnmaka, berað kynfæri sín og ráðist á hana.

Málin fyrnd

Lögreglan í Los Angeles rannsakaði málin en fyrningarlög komu í veg fyrir að málin færu áfram í dómskerfinu. Meint refsibrot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu 1986 til 1988.



Það liggur ekki fyrir hvort umrædd kona sé ein af þeim sex sem stigu fram í The New Yorker og sökuðu Moonves um kynferðislega áreitni og ofbeldi.

 

Moonves verði áfram framkvæmdastjóri

Eftir stjórnarfund sem fór fram á mánudagskvöldið sendi stjórn CBS frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Moonves yrðu áfram æðsti stjórnandi fyrirtækisins þrátt fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í starfi og ásakanir um að stuðla að skaðlegu vinnuumhverfi fyrir konur.



Moonves hefur brugðist með ásökunum í yfirlýsingu sem hann sendi til The New Yorker. Hann segist alltaf hafa virt rétt kvenna til að hafna sér en viðurkenndi þó að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að hafa stigið í vænginn við þær.



Moonves er einn af valdamestu mönnum í Hollywood og hefur haldið um stjórnartaumana hjá CBS í áratug. Hann er 68 ára og er giftur dagskrárgerðarkonunni Julie Chen.


Tengdar fréttir

Colbert spænir í eigin yfirmann

Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les­ Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×