300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 14:06 Ferðamennirnir greiddu sekt sína á lögreglustöðinni á Egilsstöðum í morgun. vísir/gva Frönsku ferðamönnunum sex, sem uppvísir urðu að utanvegaakstri á hálendinu um helgina, var gert að greiða samtals þrjú hundruð þúsund króna sekt fyrir brot sín. Þetta staðfestir Jónas Vilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við Vísi.Sjá einnig: Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Vísir greindi frá málinu í gær en ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá. Þeir höfðu verið á ferð um veginn F910, einnig þekktur sem Austurleið, á þremur bílum. Jónas segir í samtali við Vísi að ferðamennirnir hafi komið til skýrslutöku á lögreglustöðina á Egilsstöðum um klukkan ellefu í morgun. Málinu lauk með sektargreiðslu, hundrað þúsund krónum á hvern bíl. Samtals nemur sektin því þrjú hundruð þúsund krónum á hópinn og hafa ferðamennirnir þegar gengið frá greiðslu. „Það var aðeins farið yfir málin. Við erum ekki að fara að taka létt á svona hlutum, hvorki hjá Íslendingum né útlendingum. Þetta er það sem koma skal ef menn verða staðnir að svona brotum,“ segir Jónas um skýrslutökuna og sektargreiðslurnar í dag. Nokkuð bar á því að fólk teldi sektir á bilinu 50 til 500 þúsund krónur of lágar fyrir utanvegaakstursbrot, þar eð varðstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að sekt Frakkanna yrði lægri en sú sem samlandar þeirra við Kerlingafjöll greiddu í maí. Sú sekt nam 400 þúsund krónum, þ.e. 200 þúsund krónum á mann. Í því samhengi vísaði Jónas á ákæruvaldið, sem hefði sektarfjárhæðir á sinni könnu. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Umhverfismál Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. 12. ágúst 2018 18:43 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Frönsku ferðamönnunum sex, sem uppvísir urðu að utanvegaakstri á hálendinu um helgina, var gert að greiða samtals þrjú hundruð þúsund króna sekt fyrir brot sín. Þetta staðfestir Jónas Vilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við Vísi.Sjá einnig: Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Vísir greindi frá málinu í gær en ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá. Þeir höfðu verið á ferð um veginn F910, einnig þekktur sem Austurleið, á þremur bílum. Jónas segir í samtali við Vísi að ferðamennirnir hafi komið til skýrslutöku á lögreglustöðina á Egilsstöðum um klukkan ellefu í morgun. Málinu lauk með sektargreiðslu, hundrað þúsund krónum á hvern bíl. Samtals nemur sektin því þrjú hundruð þúsund krónum á hópinn og hafa ferðamennirnir þegar gengið frá greiðslu. „Það var aðeins farið yfir málin. Við erum ekki að fara að taka létt á svona hlutum, hvorki hjá Íslendingum né útlendingum. Þetta er það sem koma skal ef menn verða staðnir að svona brotum,“ segir Jónas um skýrslutökuna og sektargreiðslurnar í dag. Nokkuð bar á því að fólk teldi sektir á bilinu 50 til 500 þúsund krónur of lágar fyrir utanvegaakstursbrot, þar eð varðstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að sekt Frakkanna yrði lægri en sú sem samlandar þeirra við Kerlingafjöll greiddu í maí. Sú sekt nam 400 þúsund krónum, þ.e. 200 þúsund krónum á mann. Í því samhengi vísaði Jónas á ákæruvaldið, sem hefði sektarfjárhæðir á sinni könnu.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Umhverfismál Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. 12. ágúst 2018 18:43 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58
Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. 12. ágúst 2018 18:43