Innlent

Starfsmaður tilkynnti um eldinn í Hafnarfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þrjár stöðvar voru sendar á staðinn en tveimur snúið til baka.
Þrjár stöðvar voru sendar á staðinn en tveimur snúið til baka. Vísir/Vilhelm
Reykræsting í iðnaðarhúsnæði við Rauðhellu í Hafnarfirði gekk mjög vel í morgun en þónokkur reykur var í húsinu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Vinnu á vettvangi lauk um 20 mínútum eftir að slökkvilið úr Hafnarfirði mætti á staðinn.

Eldsupptök eru enn ókunn, að sögn varðstjóra, en slökkvistarf beindist þó að vél í húsnæðinu. Þá segir hann starfsmann hafa tilkynnt um eldinn, sem greiðlega gekk að slökkva. Varðstjóri vissi ekki hvers konar starfsemi fer fram í húsinu.

Tillkynnt var um eldinn um klukkan átta í morgun. Þrjár stöðvar voru sendar á vettvang en tveimur var snúið við þegar í ljós kom að um smávægilegan bruna var að ræða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×