Innlent

Allt tiltækt slökkvilið kallað að iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þrjár stöðvar voru sendar á staðinn en tveimur snúið til baka.
Þrjár stöðvar voru sendar á staðinn en tveimur snúið til baka. Vísir/Vilhelm
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að iðnaðarhúsnæði við Rauðhellu í Hafnarfirði um klukkan 8 í morgun. Eldur hafði kviknað í húsnæðinu en slökkviliðsmenn úr Hafnarfirði náðu tökum á eldinum þegar þeir mættu á staðinn. Var öðru slökkviliði því snúið við.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sá tilkynnandi eld og þónokkurn reyk. Þrjár stöðvar voru sendar á staðinn en tvær kallaðar til baka. Lið frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði vinnur nú að reykræstingu.

Eitthvað fólk var á svæðinu en enginn var í hættu, að sögn varðstjóra. Þá vissi hann ekki hvers konar starfsemi er í húsnæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×