Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Landsambands lögreglumanna um manneklu innan lögreglunnar en hann segir ástandið síst skárra á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Heilu sveitarfélögin séu eftirlitslaus þegar lögreglumenn tefjast í verkefnum.

Þá sjáum við einstakar myndir frá björgunaraðgerðum áhafnar þyrlu landhelgisgæslunnar þegar skipverja var komið til bjargar 28 sjómílur vestur af Straumnesi á Vestfjörðum eftir að leki kom á bátnum.

Og Píratar ætla ekki að efna eitt af kosningaloforðum sínum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en loforð var að börn sem ekki kæmust inn á leikskóla í haust fengju niðurgreiðslu uppá 140 þúsund krónur eða sem nemur niðurgreiðslu borgarinnar, þangað til barn fær pláss.

Fyrir helgi kom í ljós að 128 börn, sem fengið hafa pláss komast ekki inn vegna manneklu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×