Fótbolti

Sandra María á skotskónum í sigri Þór/KA

Dagur Lárusson skrifar
Sandra María var á skotskónum.
Sandra María var á skotskónum. Vísir/Vilhelm
Sandra María Jessen skoraði í sigri Þór/KA gegn Selfossi í Pepsi deild kvenna í dag en með sigrinum komst Þór/KA á toppinn.

 

Fyrir leikinn var Þór/KA með 35 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Breiðablik.

 

Stelpurnar í Þór/KA voru ekki lengi að finna taktinn í leiknum því strax á 2. mínútu leiksins skoraði Sandra María Jessen.

 

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum og því staðan 1-0 í hálfleiknum.

 

Stelpurnar frá Selfossi reyndu hvað þær gátu að jafna metin en þær náðu því ekki en Karen María Sigurgeirsdóttir náðu þó að skora annað mark Þór/KA áður en flautað var til leiksloka. Eftir leikinn er Þór/KA komið í efsta sætið, í það minnsta í stundarsakir, en þær eru með 38 stig.

 

Í Vesturbænum var Reykjavíkurlslagur af bestu gerðu en þar mættust KR og Valur. Fyrri hálfleikurinn var heldur daufur en hvorugu liðinu tókst að skora. Það sama var upp á teningnum í seinni hálfleiknum og því var lokastaðan 0-0

 

Í eyjum tóku heimastúlkur á móti Stjörnunni en fyrri hálfleikurinn þar var einnig daufur og engin mörk skoruð. Aftur voru engin mörk skoruð í seinni hálfleiknum og því lokastaðan 0-0.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×