Fornleifadagur í Arnarfirði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:30 Hér er Margrét Hrönn nýbúin að grafa upp stóran og heillegan meitil sem fannst í skálanum. Mynd/Björk Magnúsdóttir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur er í matartíma og meira að segja að lesa nýútkomin blöð þegar hún er tekin tali vestur í Arnarfirði. „Við fáum okkur snarl í hádeginu en eldum á kvöldin,“ segir hún glaðlega og á þar við hópinn sem vinnur að uppgreftri á víkingaskála að Auðkúlu. Margrét og hennar lið ætla að taka á móti gestum og gangandi í dag, laugardag, og segja frá rannsóknum sínum þar vestra. Dagskráin hefst klukkan 14 með stuttum fyrirlestri í kapellunni á Hrafnseyri. Eftir það verður leiðsögn um rannsóknarsvæðið á Hrafnseyri og sagt frá því sem þar hefur fundist, sem er meðal annars lítill skáli sem grafinn var upp á árunum 1977 og ’78. Hann er kenndur við konu að nafni Grélöð. Síðan verður haldið að Auðkúlu, sem er í um kílómetra fjarlægð. Þar gefst tækifæri til að skoða leifar 23 metra langs landnámsskála frá 9. eða 10. öld sem nú er unnið að rannsóknum á. Spurð hvort eitthvað fémætt hafi fundist í grunninum, svarar Margrét: „Við erum búin að finna silfurhring, rosalega fallegan, alveg heilan með hnút, svo höfum við fundið tvo snældusnúða, níu perlur, exi, tvo hnífa og stóran meitil. Líka silfurberg, sem eru siglingarsteinar og margt fleira. Við höfum verið að grafa upp öskuhauginn í sumar og beinin þar gefa vísbendingar um að mataræði fólks hafi verið fjölbreytt.“ Skyldi hafa verið vitað um þessar fornu mannvistarleifar lengi? „Í neðanmálsgrein í jarðabókinni frá 1710 er getið um að gjall og sindur sjáist á yfirborði á svæði í Arnarfirði sem kallist Partur og höfundur veltir fyrir sér hvort þar hafi menn búið til forna. Svo er það bara bóndinn, Hreinn Þórðarson á Kúlu, sem fór að spá í þetta fyrir fáum árum. Hann sá móta fyrir einhverju og hafði samband við Guðnýju Zoëga, fornleifafræðing í Skagafirði, og hún mældi svæðið upp. Hún er vinkona mín.“ Margrét kveðst hafa verið að vinna á Hrafnseyri á þeim tíma og ákveðið að gera könnunarskurði. „Ég er búin að vita af skálanum síðan 2013. Sótti svo um styrk til að skoða svæðið nánar. Fyrst rannsökuðum við járnvinnslusvæði sem er hér skammt frá. Þar voru fjórir ofnar sem við grófum upp og kolagrafir. Við erum líka búin að rannsaka lítið bænhús en eigum eftir fjós og smiðju. Það verður líklega gert næsta sumar.“ Margrét er Hvergerðingur og býr í Ölfusi en kveðst hafa unnið á vegum Náttúrustofu Vestfjarða frá 2009, oft fyrir vestan en líka víðar á landinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur er í matartíma og meira að segja að lesa nýútkomin blöð þegar hún er tekin tali vestur í Arnarfirði. „Við fáum okkur snarl í hádeginu en eldum á kvöldin,“ segir hún glaðlega og á þar við hópinn sem vinnur að uppgreftri á víkingaskála að Auðkúlu. Margrét og hennar lið ætla að taka á móti gestum og gangandi í dag, laugardag, og segja frá rannsóknum sínum þar vestra. Dagskráin hefst klukkan 14 með stuttum fyrirlestri í kapellunni á Hrafnseyri. Eftir það verður leiðsögn um rannsóknarsvæðið á Hrafnseyri og sagt frá því sem þar hefur fundist, sem er meðal annars lítill skáli sem grafinn var upp á árunum 1977 og ’78. Hann er kenndur við konu að nafni Grélöð. Síðan verður haldið að Auðkúlu, sem er í um kílómetra fjarlægð. Þar gefst tækifæri til að skoða leifar 23 metra langs landnámsskála frá 9. eða 10. öld sem nú er unnið að rannsóknum á. Spurð hvort eitthvað fémætt hafi fundist í grunninum, svarar Margrét: „Við erum búin að finna silfurhring, rosalega fallegan, alveg heilan með hnút, svo höfum við fundið tvo snældusnúða, níu perlur, exi, tvo hnífa og stóran meitil. Líka silfurberg, sem eru siglingarsteinar og margt fleira. Við höfum verið að grafa upp öskuhauginn í sumar og beinin þar gefa vísbendingar um að mataræði fólks hafi verið fjölbreytt.“ Skyldi hafa verið vitað um þessar fornu mannvistarleifar lengi? „Í neðanmálsgrein í jarðabókinni frá 1710 er getið um að gjall og sindur sjáist á yfirborði á svæði í Arnarfirði sem kallist Partur og höfundur veltir fyrir sér hvort þar hafi menn búið til forna. Svo er það bara bóndinn, Hreinn Þórðarson á Kúlu, sem fór að spá í þetta fyrir fáum árum. Hann sá móta fyrir einhverju og hafði samband við Guðnýju Zoëga, fornleifafræðing í Skagafirði, og hún mældi svæðið upp. Hún er vinkona mín.“ Margrét kveðst hafa verið að vinna á Hrafnseyri á þeim tíma og ákveðið að gera könnunarskurði. „Ég er búin að vita af skálanum síðan 2013. Sótti svo um styrk til að skoða svæðið nánar. Fyrst rannsökuðum við járnvinnslusvæði sem er hér skammt frá. Þar voru fjórir ofnar sem við grófum upp og kolagrafir. Við erum líka búin að rannsaka lítið bænhús en eigum eftir fjós og smiðju. Það verður líklega gert næsta sumar.“ Margrét er Hvergerðingur og býr í Ölfusi en kveðst hafa unnið á vegum Náttúrustofu Vestfjarða frá 2009, oft fyrir vestan en líka víðar á landinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira