Hjörtur Hermannsson var á skotskónum fyrir Bröndby sem tapaði 5-2 fyrir Genk í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Genk komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Annað markið kom eftir fyrirgjöf en um rangstöðu var að ræða og síðara markið eftir vítaspyrnudóm sem þótti ansi strangur.
Hjörtur minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks og á 51. mínútu var staðan 2-2 er Pólverjinn Kamil Wilczek jafnaði metin.
Mbwana Samata skoraði tvö mörk og Leandro Trossard eitt áður en yfir lauk og Bröndby því í erfiðri stöðu fyrir síðari leikinn.
Fótbolti