Kafbátaleitaræfingar NATO hugsanleg skýring tíðra hvalreka að undanförnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 11:51 Óvenju mikið hefur verið um það að undanförnu að djúpsjávarhvalir ýmist reki hér á land eða strandi líkt og þessi andarnefja sem strandaði í Engey fyrir skömmu. Vísir/Elísabet Inga Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. Ekki er hægt að fullyrða um hvort kafbátaleitaræfingarnar séu sökudólgurinn en að sögn Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, aðjúnkts í líffræði við Háskóla Íslands, benda vísbendingar til þess að svo sé. „Miðað við það að við vitum að þessar kafbátaæfingar eru búnar að vera hérna á austanverðu Norður-Atlantshafi og líklegast úti fyrir ströndum Noregs, og þessi tilfelli eru mikið til hérna í austanverðu Norður-Atlantshafi sem að búið er að fréttast af mest megnis. Þetta er mikið til á Bretlandseyjum og í Skotlandi þá sérstaklega og þar eru djúpsjávarhvalir mikið að reka. Hérna á Íslandi þá erum við með andarnefjuna og grindhvalina en það eru okkar algengustu djúpsjávarhvalir,“ segir Edda. Þá hafa nokkur tilfelli líka verið í Færeyjum í sumar. Það eru hljóðin frá kafbátunum sem hafa áhrif á innra eyra hvalanna sem gerir það af verkum að hvalirnir missa áttunarskynjun og reka frekar á land. Þá geta hljóðin frá kafbátunum einnig haft annars konar áhrif. „Það hafa verið gerðar töluverðar rannsóknir á þessu, ef að þeir heyra í þessum hljóðpúlsum og eru í djúpköfun þá eiga þeir það til að fara of hratt upp og fá einfaldlega kafaraveiki svo þetta getur bara verið lífshættulegt fyrir þá,“ segir Edda. Þótt aðrir þættir kunni að skýra tíða hvalreka að undanförnu telur Elísabet tilefni til að kanna betur hvort þetta megi rekja til kafbátaleitaræfinga. „Við erum að sjá fjölgun á einstaka tegundum og aðrar tegundir að hörfa svo vissulega getur það líka verið að hafa áhrif, að ef að þú ert kominn með meiri þéttleika á þessum djúpsjávarhvölum þá eru meiri líkur á að þú fáir fleiri tilfelli af svona ströndunum. En það vissulega vekur upp rosalega stórt spurningamerki af hverju svona margir koma inn að landi núna í sumar,“ útskýrir Edda Elísabet. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. Ekki er hægt að fullyrða um hvort kafbátaleitaræfingarnar séu sökudólgurinn en að sögn Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, aðjúnkts í líffræði við Háskóla Íslands, benda vísbendingar til þess að svo sé. „Miðað við það að við vitum að þessar kafbátaæfingar eru búnar að vera hérna á austanverðu Norður-Atlantshafi og líklegast úti fyrir ströndum Noregs, og þessi tilfelli eru mikið til hérna í austanverðu Norður-Atlantshafi sem að búið er að fréttast af mest megnis. Þetta er mikið til á Bretlandseyjum og í Skotlandi þá sérstaklega og þar eru djúpsjávarhvalir mikið að reka. Hérna á Íslandi þá erum við með andarnefjuna og grindhvalina en það eru okkar algengustu djúpsjávarhvalir,“ segir Edda. Þá hafa nokkur tilfelli líka verið í Færeyjum í sumar. Það eru hljóðin frá kafbátunum sem hafa áhrif á innra eyra hvalanna sem gerir það af verkum að hvalirnir missa áttunarskynjun og reka frekar á land. Þá geta hljóðin frá kafbátunum einnig haft annars konar áhrif. „Það hafa verið gerðar töluverðar rannsóknir á þessu, ef að þeir heyra í þessum hljóðpúlsum og eru í djúpköfun þá eiga þeir það til að fara of hratt upp og fá einfaldlega kafaraveiki svo þetta getur bara verið lífshættulegt fyrir þá,“ segir Edda. Þótt aðrir þættir kunni að skýra tíða hvalreka að undanförnu telur Elísabet tilefni til að kanna betur hvort þetta megi rekja til kafbátaleitaræfinga. „Við erum að sjá fjölgun á einstaka tegundum og aðrar tegundir að hörfa svo vissulega getur það líka verið að hafa áhrif, að ef að þú ert kominn með meiri þéttleika á þessum djúpsjávarhvölum þá eru meiri líkur á að þú fáir fleiri tilfelli af svona ströndunum. En það vissulega vekur upp rosalega stórt spurningamerki af hverju svona margir koma inn að landi núna í sumar,“ útskýrir Edda Elísabet.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira