Kafbátaleitaræfingar NATO hugsanleg skýring tíðra hvalreka að undanförnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 11:51 Óvenju mikið hefur verið um það að undanförnu að djúpsjávarhvalir ýmist reki hér á land eða strandi líkt og þessi andarnefja sem strandaði í Engey fyrir skömmu. Vísir/Elísabet Inga Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. Ekki er hægt að fullyrða um hvort kafbátaleitaræfingarnar séu sökudólgurinn en að sögn Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, aðjúnkts í líffræði við Háskóla Íslands, benda vísbendingar til þess að svo sé. „Miðað við það að við vitum að þessar kafbátaæfingar eru búnar að vera hérna á austanverðu Norður-Atlantshafi og líklegast úti fyrir ströndum Noregs, og þessi tilfelli eru mikið til hérna í austanverðu Norður-Atlantshafi sem að búið er að fréttast af mest megnis. Þetta er mikið til á Bretlandseyjum og í Skotlandi þá sérstaklega og þar eru djúpsjávarhvalir mikið að reka. Hérna á Íslandi þá erum við með andarnefjuna og grindhvalina en það eru okkar algengustu djúpsjávarhvalir,“ segir Edda. Þá hafa nokkur tilfelli líka verið í Færeyjum í sumar. Það eru hljóðin frá kafbátunum sem hafa áhrif á innra eyra hvalanna sem gerir það af verkum að hvalirnir missa áttunarskynjun og reka frekar á land. Þá geta hljóðin frá kafbátunum einnig haft annars konar áhrif. „Það hafa verið gerðar töluverðar rannsóknir á þessu, ef að þeir heyra í þessum hljóðpúlsum og eru í djúpköfun þá eiga þeir það til að fara of hratt upp og fá einfaldlega kafaraveiki svo þetta getur bara verið lífshættulegt fyrir þá,“ segir Edda. Þótt aðrir þættir kunni að skýra tíða hvalreka að undanförnu telur Elísabet tilefni til að kanna betur hvort þetta megi rekja til kafbátaleitaræfinga. „Við erum að sjá fjölgun á einstaka tegundum og aðrar tegundir að hörfa svo vissulega getur það líka verið að hafa áhrif, að ef að þú ert kominn með meiri þéttleika á þessum djúpsjávarhvölum þá eru meiri líkur á að þú fáir fleiri tilfelli af svona ströndunum. En það vissulega vekur upp rosalega stórt spurningamerki af hverju svona margir koma inn að landi núna í sumar,“ útskýrir Edda Elísabet. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. Ekki er hægt að fullyrða um hvort kafbátaleitaræfingarnar séu sökudólgurinn en að sögn Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, aðjúnkts í líffræði við Háskóla Íslands, benda vísbendingar til þess að svo sé. „Miðað við það að við vitum að þessar kafbátaæfingar eru búnar að vera hérna á austanverðu Norður-Atlantshafi og líklegast úti fyrir ströndum Noregs, og þessi tilfelli eru mikið til hérna í austanverðu Norður-Atlantshafi sem að búið er að fréttast af mest megnis. Þetta er mikið til á Bretlandseyjum og í Skotlandi þá sérstaklega og þar eru djúpsjávarhvalir mikið að reka. Hérna á Íslandi þá erum við með andarnefjuna og grindhvalina en það eru okkar algengustu djúpsjávarhvalir,“ segir Edda. Þá hafa nokkur tilfelli líka verið í Færeyjum í sumar. Það eru hljóðin frá kafbátunum sem hafa áhrif á innra eyra hvalanna sem gerir það af verkum að hvalirnir missa áttunarskynjun og reka frekar á land. Þá geta hljóðin frá kafbátunum einnig haft annars konar áhrif. „Það hafa verið gerðar töluverðar rannsóknir á þessu, ef að þeir heyra í þessum hljóðpúlsum og eru í djúpköfun þá eiga þeir það til að fara of hratt upp og fá einfaldlega kafaraveiki svo þetta getur bara verið lífshættulegt fyrir þá,“ segir Edda. Þótt aðrir þættir kunni að skýra tíða hvalreka að undanförnu telur Elísabet tilefni til að kanna betur hvort þetta megi rekja til kafbátaleitaræfinga. „Við erum að sjá fjölgun á einstaka tegundum og aðrar tegundir að hörfa svo vissulega getur það líka verið að hafa áhrif, að ef að þú ert kominn með meiri þéttleika á þessum djúpsjávarhvölum þá eru meiri líkur á að þú fáir fleiri tilfelli af svona ströndunum. En það vissulega vekur upp rosalega stórt spurningamerki af hverju svona margir koma inn að landi núna í sumar,“ útskýrir Edda Elísabet.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira