Hestar og hundar fengu hvílu hjá höfðingjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 06:33 Rúnar er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði og hefur verið stundakennari við HÍ. Fréttablaðið/Auðunn Níelsson Ég rannsakaði öll tiltæk dýrabein úr kumlum landsins. Megnið af þeim er í geymslum Þjóðminjasafnsins. Þau eru úr hestum og hundum sem höfðu verið grafnir hjá eigendum sínum. Flest frá 10. öld en voru grafin upp á 20. öld og sum á þeirri 19. Enginn hafði farið í gegnum þennan safnkost og það kom mér á óvart hversu ríkulegur hann var,“ segir Rúnar Leifsson um doktorsverkefni sitt í fornleifafræði sem hann varði nýlega. Ritgerðin nefnist Dýrafórnir og grafsiðir víkingaaldar á Íslandi og var unnin undir handleiðslu Orra Vésteinssonar prófessors. Í langflestum tilfellum voru það hross, sem hafði verið fórnað, hvort sem sá látni var kona eða karl, að sögn Rúnars. „Hestarnir voru í langflestum tilfellum karldýr, þeir mundu alveg falla inn í hrossastóð í dag, þó íslenski hesturinn hafi kannski örlítið stækkað á síðustu áratugum,“ segir hann. „Mun fleiri stærðir og týpur af hundum virðast hafa verið til á þessum tíma þó sú fjölbreytni sem við þekkjum núna hafi ekki verið fyrir hendi. Út frá stærðinni má ímynda sér að þeir hafi gegnt mismunandi hlutverkum, sumir verið varðhundar, aðrir smalahundar og sumir jafnvel gæludýr,“ lýsir fornleifafræðingurinn. „En það var miklu algengara að grafa hross með fólki. Um helmingur allra grafa frá þessum tíma var með hross, og svo líka vopn og skart.“ Rúnar segir kumlin dreifast mismunandi um landið. „Við höfum fundið mörg kuml á Norðurlandi, allnokkur á Austurlandi og Suðurlandi en fá á Vesturlandi. Það kemur í ljós að þessar grafir tíðkast ekki á landnámsöld, heldur í nokkra áratugi nokkru eftir landnám. Þær eru dæmi um það að samfélagið er að þróast. Þarna er verið að sýna fram á stöðu landeigenda og efla norrænar tengingar. Við sjáum merkin í skreytilist og skarti, á þessum tíma er fólk farið að byggja víkingaaldarskála og sennilega er alþingi komið á Þingvöllum.“ Rúnar segir hugsanlegt að fólkið í kumlgröfunum sé ekki allt fætt á Íslandi heldur sé innflytjendur, þó það komi til landsins eftir hina hefðbundnu landnámsöld. „Kannski kemur það til Íslands til að taka við jörðum landnámsfólks eða er að giftast til landsins. Kumlin sýna myndun einhvers konar elítu eða efsta lags á Íslandi.“Af hverju skyldi þetta efni hafa orðið fyrir valinu til doktorsprófs hjá Rúnari? „Ég er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði, þá rannsakaði ég dýrabein í fornleifafræðilegu samhengi. Þetta lá því beint við, enda um óplægðan akur að ræða.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Ég rannsakaði öll tiltæk dýrabein úr kumlum landsins. Megnið af þeim er í geymslum Þjóðminjasafnsins. Þau eru úr hestum og hundum sem höfðu verið grafnir hjá eigendum sínum. Flest frá 10. öld en voru grafin upp á 20. öld og sum á þeirri 19. Enginn hafði farið í gegnum þennan safnkost og það kom mér á óvart hversu ríkulegur hann var,“ segir Rúnar Leifsson um doktorsverkefni sitt í fornleifafræði sem hann varði nýlega. Ritgerðin nefnist Dýrafórnir og grafsiðir víkingaaldar á Íslandi og var unnin undir handleiðslu Orra Vésteinssonar prófessors. Í langflestum tilfellum voru það hross, sem hafði verið fórnað, hvort sem sá látni var kona eða karl, að sögn Rúnars. „Hestarnir voru í langflestum tilfellum karldýr, þeir mundu alveg falla inn í hrossastóð í dag, þó íslenski hesturinn hafi kannski örlítið stækkað á síðustu áratugum,“ segir hann. „Mun fleiri stærðir og týpur af hundum virðast hafa verið til á þessum tíma þó sú fjölbreytni sem við þekkjum núna hafi ekki verið fyrir hendi. Út frá stærðinni má ímynda sér að þeir hafi gegnt mismunandi hlutverkum, sumir verið varðhundar, aðrir smalahundar og sumir jafnvel gæludýr,“ lýsir fornleifafræðingurinn. „En það var miklu algengara að grafa hross með fólki. Um helmingur allra grafa frá þessum tíma var með hross, og svo líka vopn og skart.“ Rúnar segir kumlin dreifast mismunandi um landið. „Við höfum fundið mörg kuml á Norðurlandi, allnokkur á Austurlandi og Suðurlandi en fá á Vesturlandi. Það kemur í ljós að þessar grafir tíðkast ekki á landnámsöld, heldur í nokkra áratugi nokkru eftir landnám. Þær eru dæmi um það að samfélagið er að þróast. Þarna er verið að sýna fram á stöðu landeigenda og efla norrænar tengingar. Við sjáum merkin í skreytilist og skarti, á þessum tíma er fólk farið að byggja víkingaaldarskála og sennilega er alþingi komið á Þingvöllum.“ Rúnar segir hugsanlegt að fólkið í kumlgröfunum sé ekki allt fætt á Íslandi heldur sé innflytjendur, þó það komi til landsins eftir hina hefðbundnu landnámsöld. „Kannski kemur það til Íslands til að taka við jörðum landnámsfólks eða er að giftast til landsins. Kumlin sýna myndun einhvers konar elítu eða efsta lags á Íslandi.“Af hverju skyldi þetta efni hafa orðið fyrir valinu til doktorsprófs hjá Rúnari? „Ég er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði, þá rannsakaði ég dýrabein í fornleifafræðilegu samhengi. Þetta lá því beint við, enda um óplægðan akur að ræða.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira